Færsluflokkur: blogg
Lítilsvirðing.
Fimmtudagur, 4.9.2008
Ef einhver særir þig með orðum eða gerðum,þá minnstu þess,að honum þykir það við eiga.
Hann getur ekki farið eftir hugmyndum þínum heldur hugmyndum sínum.
Ef þær eru rangar bíður hann tjónið,því hann er sá sem blekktur var.
Vert þú nærgætinn við þann sem smánar þig en segðu við sjálfan þig hverju sinni honum þótti það hæfa.Og mundu að hafa trú á sjálfum þér. Bara þú veist hver þú ert enginn enginn annar veit hver þú ert og því getur enginn dæmt þig.
Þú ert þinn dómari. JÁ ÞÚ.
blogg | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Að njóta lifsins.
Mánudagur, 1.9.2008
Njóttu lífsins.
Njóttu þess að það ert þú sem stjórnar peningunum.
Njóttu þess að þú ert stjórnandi yfir lífi þín.
Njóttu þess sem lífið hefur kennt þér.
Njóttu þess að vera þú og hafa kjark til þess að vera þú.
Njóttu stundarinnar því stundin kemur aldrei aftur.
Átt þú góðan dag.
blogg | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Má ég sjá.
Laugardagur, 30.8.2008
blogg | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Langar til að læra
Föstudagur, 29.8.2008
Hef alltaf haft mikinn áhuga á að læra að mála en lítill tími gefist til þess.léleg afsökun hef samt alltaf málað mikið Það er þetta með lifibrauðið. Ef ég fer á sýningar vaknar áhuginn alltaf og ég spyr mig oft að því !!! Af hverju ekki að mála meira.Það gefur svo mikið.
Nokkrar myndir sem ég málaði. Viljið þið gefa mér komment
blogg | Breytt s.d. kl. 11:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Er ég að skrifa um þig ?
Fimmtudagur, 28.8.2008
Trúðu á hjarta þitt og þá góðvild sem í því býr.Mun allt ganga vel.Því Guð býr ekki í vondu hjarta. Semdu sögu lífs þíns sjálf(ur). Láttu ekki aðra gera það fyrir þig.Láttu þér fátt um finnast hvað aðrir segja um þig það ert þú sem ert stjórnandinn.
Þú finnur ekki frelsið ef þú setur þér ekki takmark.Fyrir utan er líf af hörðustu gerð.Þú breytir því ekki, því einu sem þú breytir er þú sjálfur.
blogg | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Orð dagsins.
Miðvikudagur, 27.8.2008
blogg | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Þú og ég og dagurinn.
Þriðjudagur, 26.8.2008
Við erum fædd inn í tilveru sem er handan þess sem við fáumst við á þeirri stund. Hugurinn léttir til með fallegum hugsunum við þau dagsverk sem okkur eru ætluð á deigi hverjum og er það stundin sem skiptir máli lengra komumst við ekki.
blogg | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Hún heitir Karen
Sunnudagur, 24.8.2008
blogg | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Færeyjar
Þriðjudagur, 1.7.2008
Mál þeirra er mjög skilmerkilegt skrítið og skemmtilegt
Fór í hraðbankann til að ná mér í pening þegar ég sá að ég var komin að Peningaúrtökuvél vissi ég upp á hár að ég var á réttum stað.
Ég hitti Íslendinga í Tvöreyri og þau spurðu mig hvort ég væri að fara í dópveisluna brá mér heldur í brún horfði undrandi á þau. Hvað meinið þið ? dópveisla það er skírnarveisla .
Svo er það orð s.s axlatré = herðatré limur= meðlimur
Beljukallur =bóndi.
Afleyðingavogur= barnavagn.
Þarna býr gott fólk og góðir frændur og ættum við að sækja þá heim oftar.
blogg | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
Eru til draugar
Laugardagur, 21.6.2008
Mamma og pabbi fluttust til Eyja þegar ég var á unga aldri þau fengu leigt í húsi sem Pálsborg hét meðan verið var að dytta að Vesturhúsum sem þau höfðu fest kaup á. Þetta voru gamlar verbúðir mjög hrörlegar.
Talið var að mikill draugagangur væri í því húsi og enginn gat búið þar til lengri tíma.Leigan var mjög lág .
Átti það eftir að koma í ljós og man ég það vel á þriðja ári það var á vindasömu vetrar kvöldi að hávaðinn byrjaði eins og svo oft áður mikið skrjá og þung hljóð komu að ofan en yfir húsinu var ris.Mamma sagði okkur systrunum að bíða við stigann hún ætlaði að fara upp og a.t.h draugana því þeir voru fleiri en ein þetta var mjög brattur stigi upp hún með vasaljós sitt eina vopnið.
Þegar upp kom sá hún þessa banasvítu draugana en það voru gamlar málningar dollur dagblöð og annað drasl sem hafði verið skilið eftir, illa hafði verið gengið fé stafni húsin og vindurinn náði þar undir sem olli óskopnum.
Var þetta allt tekið og draugagangurinn hætti á sömu stundu.
Mamma bað okkur stelpurnar að segja ekki nokkrum manni frá þessu.því ef fólk frétti af þessu myndi húsaleigan hækka.
Hélt ég þessu loforði þar til þetta er skrifað.
Fannst mér þetta verða að höll eftir þennan atburð.
blogg | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)