Tan fæddist í dag

DSC02666

Stúlka komin 18 merkur fædd 3 jún kl 11.20  Næstum tilbúin  að labba.

þakka fyrir að fá þessa yndislegu stúlku inn í líf mitt.

Þakklát fyrir að fá að sjá hana áður en ég fer til Singapore en þangað höldum við á morgnum.Svo núna er ég orðin amma. 

 


Minning um þig.

Jimmý Koralgatan Sverge  Elsku vinur það er ekki hægt að lýsa með orðum  hvað sárt það er að frétta að þú værir dáin. Það voru svo skemmtilegur tími framundan,sonur þinn á leið til þín og þú að verða afi.

Við vitum bæði að þetta eru ekki endalok við töluðum oft um það.

Þegar ég talaði við þig á mánudag var allt svo gott á miðvikudag ert þú allur.

Elsku vinur breiddu vermd yfir börnin þín.

þinn vinur Anna Ragna.


Fólkið með skjálta

Og ekki er það furða þetta er mjög slæm  tilfinning og við verðum svo lítil og varnalaus þegar náttúruöflin taka við völdin.Ég gat ekki stillt mig, hringdi í tvær vinkonur mínar sem eiga heima nálægt skjálftasvæðinu og það er mildi að þær slösuðust ekki.  Allt var á öðrum endanum hjá þeim báðum.

 Vona svo sannarlega að ekki verði meira úr þessu.Halo

Minn hugur er hjá ykkur öllumInLove


Myndir.

DSC02987Það er gott að vera að fara í frí næstu daga þó svo ég hefði vilja vilja sleppa við 12 tíma flug til Singapore. En þangað er för minni ætlað.

Gæti alveg hugsað mér að vera heima og mála myndir og finna þann innri frið sem við öll erum að leita að.

En mér var ætlað að fara í þessa ferð. Errm

 


Mamma

Til hamingju mömmur þið eigið það svo sannarlegaHeartHeartHeart  skilið.

Vörubíkstjórar og þotuliðið.

Aðgerðir vörubílstjóra gegn háu olíuverði eru meira en skiljanlegar. Þær eru barátta manna sem hafa margir hverjir engu að tapa. það er komin tími til að stjórnvöld geri sér grein fyrir því að þeir eru að vinna fyrir OKKUR ! Fari  að hætta þessum flottræfilshátti  í þotuferðalögum sínum út um allan heim og komi strax  til   baka með Iceland express og fari að vinna vinnuna sína,áður en allt fer fjandans til. Angry


Lífsreglur.

1.Mundu að þú ert einstök.

2.Mundu að þú ert mikilvægur einstaklingur.

3.Mundu að þér var gefið vit til að nota það.

4.Mundu að þú hefur eitthvað að gefa,sem enginn annar getur gefið.

5.Mundu að þú átt skilning og reynslu,sem aðrir hafa ekki.

6.Mundu að þú getur verið hreykin af mörgu eiginleikum þínum.

7.Mundu að þú getur ýmislegt.

8.Mundu að umbera þá sem eru þér ólíkir.

9.Mundu að einhverjum þykir vænt um þig.

10. Mundu að þú kannt eitthvað, sem þú getur kennt öðrum.

11.Taktu því með með opnum hug ,sem aðrir geta gefið þér.

Þessar lífsreglur samdi ung félafskona í Norska húsmæðrasambandinu.


ÉG MYNDI EKKI NENNA Á FÆTUR FYRIR ÞESSI LAUN.

Hvað misræmi er í þessu af hverju er launamismunur svo mikill hjá okkar litlu þjóð ?

Hvernig er mat á störfum háttað ?

Hver metur þau samkvæmt krónutölu ?

Hver metur hvort kinið á að fá meira ?

Hver metur menntun mína í krónutölu ?

Hvað veldur því að bankastarfsmenn eru betur borgaðir en aðrir út á vinnumarkaðinum  ?

Hefðu þeir þessi laun ef við værum ekki úti á vinnumarkaðinum  ?

Hver finnur út krónutöluna fyrir yfirmenn fyrirtækja.

Ég segi nú bara á maður að nenna á fætur fyrir þessi laun.


Við hvað erum við hrædd ?

Af hverju get ég ekki keypt erlendar kjötafurðir ?

Eru Íslendingar öðruvísi en annað fólk ?

Af hverju er mér leyft að ferðast til útlanda ?

Af hverju er ég ekki sett í sóttkví við heimkomu ?

Af hverju geta bændur ekki rekið sitt fyrirtæki , nema með styrkjum sem kosta mig mikla peninga ?

Af hverju er ekki stóriðjubúskapur stundaður á Íslandi ?

Af hverju og fyrir hvern er allt þetta bull.

Ég fæ í magann við tilhugsunina .

 


Þú átt ekki föt.

Fataskápur.

 

Það er allt of mikill fatnaður í flestum skápum, því er oft erfitt að finna fatnað þegar mikið liggur við.Svo kemur þessi fræga setning.

Ég á enginn föt !!!

Málið er að þú átt of mikið af þeim.

Gefur þér  tíma til að raða þeim saman eftir lit og samsetningu á herðatrénu.

Ekki eiða öllum þeim tíma og pening í leita af fatnaði til að setja í fullan fataskáp.

 

 

 


Ekki tuð, bara ábending.

kærleikur

 

Fataskápur.

Það er allt of mikill fatnaður í flestum skápum, því er oft erfitt að finna fatnað þegar mikið liggur við.Svo kemur þessi fræga setning.

Ég á enginn föt !!!

Málið er að þú átt of mikið af þeim.

Gefur þér  tíma til að raða þeim saman eftir lit og samsetningu á herðatrénu.

Ekki eiða öllum þeim tíma og pening í leita af fatnaði til að setja í fullan fataskáp

 

 

 

 


Litgreining kvenna.

Vitið þið konur að litir hafa meira að segja en þið gerið ykkur grein fyrir

 

Til eru margir flokkar af litgreiningu til að finna út í kvaða flokki þú ert í.

Þeir er t.d.null

Ljós ,skær,mild.

Dökk skær,mild.

Mild,ljós,dökk.

Skær,ljós,dökk.

Heit,ljós,köld.

Köld,ljós,dökk.

Hver ert þú ?

Hafa ber í huga að snyrtivörur endast ekki að eilífu.

 

Farði. Maskari endist í 3 til 4 mánuði.

Krem. 6 til 9 mánuði.

Farði. 6 til 12 mánuði.

Púður.18 til 12 mánuði.

Kinnalitur.18 til 24 mánuði.

Varalitur 18 til 2 ár.

Blýantur 18 til 2 ár.


Tíska bara fyrir 30% kvenna í heiminum.

Vitið þið konur að í tískuheimi okkar, er bara hannaður fatnaður fyrir konur sem eru beinvaxnar, þær eru 30% allra kvenna í heiminum en 70%kvenna í heiminum eru með mjúkar línur.Heart

Davið hættu nú !

 

Það er með ólíkindum að opinber starfsmaður Davíð Oddson geti komið fram í fjölmiðlum og látið þau orð falla að íbúðaverð eigi eftir að lækka um 30% á næstu tveim árum.

Davíð er þinn tími ekki komin til að hætta ??????????

Og láta þá sem hafa lært fagið komast að. Umhverfið hefur breist bara svo þú vitir það.

Hvað liggur að baki ?

 Er það virkilegt að Í búðarsjóður verði lagður niður og að bankarnir komi til með að stjórna  öllu peningaflæðinu inn á íbúðarlánin og  að þeir komi til með að stjórna öllu peningaflæðinu inn á þann markað ?

Í hvaða skömmtunarstefnu erum við að koma okkur ? Og hver  græðir ?

Bankarnir. 

 


Geir H Haarde og þotuliðið

Geir segir að ekkert sé athugavert við að hann og utanríkisráðherra fari einkaþotu til Búkarest og í því liggi mikil hagræðing  kostnaðurinn sé svipaður. Það verður bara lagður fram sá reikningur til að sína þessari þreyttu þjóð að svo sé.

 


Gos í eyjum.

Gos í eyjum.

 

 

 Við mamma fórum til Reykjavíkur eftir áramótin hún þurfi að útrétta þetta var um  miðjan janúar 1973.

Kvöldið áður fórum við til Finnu sem var gift  afa en þau áttu húsið Fífuhvammur í Kópavogi.  Mamma  bað Finnu hvort hún væri ekki til i að spá fyrir okkur sem hún og gerði og eitt af því sem hún sagði að við ættum eftir að fara til Eyja en við kæmum strax aftur og það stóðst svo sannarlega, því við komum heim til eyja  með Herjólfi þessa örlagaríku nótt. Við vöknuðum við að bankað var á dyrnar hjá okkur og sagt að það væri komið gos í Eyjum mamma þusaði um að birtinn væri fullur og við skildum bara fara að sofa aftur. Enn var bankað á hurðina. Og þá sáum við að einhver alvara var á ferð við lætin fram á gangi við drifum okkur í fötin  þeyttumst upp þröngan stigann þegar upp var komið brá okkur heldur betur í brún við okkur blasti miklar eldtungur. Okkur var sagt að verið væri að ferja allt fólkið niður á bryggju í bátana. Mikil ringulreið var á bryggjunni þegar Herjólfur lagði að Herjólfur átti að bíða við landfestingar, verið væri að a.t.h hvort höfnin myndi lokast  átti að taka björgunarliðið með upp á land ef allt færi á vesta veg, og höfnin myndi lokast. . Mamma vildi að við færum heim til að ná í pening sem hún átti, það var vertíðar peningurinn hennar  Það eina sem hún átti. Þegar heim var komið var allt læst, ekki mátti brjóta glugga eða nota önnur brögð við að komast inn.

Við vorum jú bara leigjendur í þessu húsi.Gluggi var opinn i eldhúsinu, og náðum við að opna hann .Mamma vildi að ég skriði inn um hann, ég hafði oft læst mig úti og aldrei dottið einu sinni í hug að reyna að komast  um þennan glugga, svo lítill var hann en í þetta sinn var það aldrei spurning, í mínum huga. Inn ætlaði ég.

Mamma lyfti mér upp að glugganum og enn í dag veit ég ekki hvernig ég komst inn.

Ég opnaði hurðina fyrir henni og hún náði peningunum.

 

Ekki tók ég neitt með mér í hama

ganginum, það eina sem ég var að hugsa hvort allir væru farnir. voru.

 

 

 

Við hlupum niður á bryggju og létti okkur að sjá að þarna voru menn að störfum. Vissum að við höfðum ekki misst  af síðasta skipinu frá Eyjum.

Við brostum til hvor annarra okkur hafðist tekist ætlunarverkið.

Þessa örlaganótt gos nótt.

 

 

Anna Ragna Alexandersdóttir

 

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband