Við hvað erum við hrædd ?

Af hverju get ég ekki keypt erlendar kjötafurðir ?

Eru Íslendingar öðruvísi en annað fólk ?

Af hverju er mér leyft að ferðast til útlanda ?

Af hverju er ég ekki sett í sóttkví við heimkomu ?

Af hverju geta bændur ekki rekið sitt fyrirtæki , nema með styrkjum sem kosta mig mikla peninga ?

Af hverju er ekki stóriðjubúskapur stundaður á Íslandi ?

Af hverju og fyrir hvern er allt þetta bull.

Ég fæ í magann við tilhugsunina .

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Það er reyndar fullt af útlendu kjöti í búðunum!!!

Hólmdís Hjartardóttir, 21.4.2008 kl. 11:56

2 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Af hverju má þá ekki heimila frían innflutning ?

Anna Ragna Alexandersdóttir, 21.4.2008 kl. 12:06

3 Smámynd: Bumba

Æ mér er alveg sama um þetta kjötdrull, en ég sakna þín virkilega og vildi óska að ég sæi meira af þér. Með beztu kveðju.

Bumba, 21.4.2008 kl. 13:12

4 identicon

Ég borða kjöt þegar ég er í útlöndum og er enn á lífi.Ég borða yfir höfuð mat í útlöndum.Asnalegt að geta ekki valið um Ameríkst hormónakjöt eða Íslenskt fjallalamb (vegalamb).

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 21.4.2008 kl. 14:07

5 Smámynd: Lilja Kjerúlf

Af hverju geta bændur ekki rekið sitt fyrirtæki , nema með styrkjum sem kosta mig mikla peninga ?

Já vildi ég gæti svarað því , ég get líka spurt karl föður minn.  Fer til hans í sauðburð í Maí.

Eitt veit ég samt að áburður bóndans kostaði yfir milljón í ár, kostaði 500þús í fyrra.  Mjög gróft dæmi um hvernig er okrað á bændum og það er bara einn aðili sem flytur inn áburð eftir að Áburðaverksmiðjaríkisins gaf upp öndina.

Veit bara að ég hef enga löngun til að borða Ammmerískt kjöt, vil hafa það íslenskt.

Skil ósköp vel að skattborgarar eru ekki sáttir, en hvað á að gera?

Eigum við að láta jarðirnar breytast í eyðibýli sem einhverjir ríkir karlar kaupa á slikk?

Lilja Kjerúlf, 21.4.2008 kl. 14:59

6 Smámynd: Lilja Kjerúlf

PS: það geta ýmsir sjúkdómar fylgt kjöti sem kemur að utan, ef það fara af stað dýrasjúkdómar hér á landi sem ekki hefur komið hér fyrr, þá erum við í virkilega vondum málum.    Þessvegna mega íslenskir hestar ekki koma aftur heim eftir að hafa keppt erlendis.

Svo er bara sniðugt að spyrja dýralæknirinn ef þarf frekari útskýringar.

og eitt enn....

við sjáum hvernig hefur farið fyrir íslensku geitinni.... hún er nærri útdauð, einhverjir harðir aðdáendur hanga í því að rækta þær.  Ástæðan er sú að það fengjust engir almennilegir styrkir til að rækta þær.  Væri ekki gott að fá íslenskan geitaost. jummí

Lilja Kjerúlf, 21.4.2008 kl. 15:11

7 Smámynd: Lilja Kjerúlf

Helga Valdimars: Útgerðamenn fengu kvótann gefins, eru ekki margir brjálaðir út af því.  Þeir sem gáfust upp á að reka útgerð seldu kvótann og lifa kóngalífi.  Þeir unnu í fiskilottóinu.  Það er hinsvegar hallað virkilega á smábátasjómenn.  Þeir hafa það ekki gott, það er rétt.

Lilja Kjerúlf, 21.4.2008 kl. 15:13

8 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég sé að Lilja sagði nokkurnveginn það sem ég ætlaði að segja! Mér finnst allt í lagi að íslenskur landbúnaður sé styrktur - einmitt vegna þess að ég tel dýrmætt að hann sé laus við smitsjúkdóma sem herja á erlend bú! 

Hrönn Sigurðardóttir, 21.4.2008 kl. 15:14

9 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Er vitað hvað bændur fá í styrk á dag ég hef heyrt þá tölu að hún nemi um 30 miljónir á dag.

Hverjir eru að hirða þessa fjáraumi ef bændur fá þá ekki?

Anna Ragna Alexandersdóttir, 21.4.2008 kl. 15:58

10 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Hestar koma ekki aftur heim eftir að hafa keppt erlendis.  Vonandi  fara ekki margir keppendur frá íslandi á ´´´´´´´´Olumpíuleikana þeir eiga  á hættu að komast aldrei aftur til síns heimalands.

Það er svo margt sem mætti skoða í hvert okkar peningar fara.

Vel veit eg um bændastéttina að hún býr ekki við góð kjör. 

Anna Ragna Alexandersdóttir, 21.4.2008 kl. 16:09

11 Smámynd: Lilja Kjerúlf

Já ég get svo sem spurt pabba gamla, minnir að hann hafi verið að tala um einhvern 6ooþúskall um daginn.  Hann þorði ekki að senda mér kjöt, þá myndi hann missa styrkinn.  Þar að segja ef hann yrði gripinn með kjötið fyrir utan sitt land.

Lilja Kjerúlf, 21.4.2008 kl. 16:56

12 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Það er með ólíkindum hvernig hvernig er farið með margar stéttir hér á þessu blessaða landi.

Ég veit að pabbi þinn er ekki að fá þær upphæðir sem ég er að skrifa um það eru allar afæturnar.

Það þarf að fara að taka til í þessu landi , hætta að mismuna stéttum þessa lands.

Í minni stétt hef ég ekki dottið um peningafúlguna.

Margur myndi ekki nenna á fætur fyrir þann pening sem margar stéttir eru að fá í laun á mánuði.

Anna Ragna Alexandersdóttir, 21.4.2008 kl. 17:23

13 Smámynd: Landfari

Ekki er ég að mæla ríkisstyrktum rekstri bót en það eru margar hliðar á þessu máli. Vitið þið hvað kúariðan en búin að kosta breska skattgreiðendur. Riða í suðfé hér er búin að kosta helling en hún hefur samt ekki verð talin mönnum hættuleg.

Held að það sé talsvert gefandi fyrir að vera laus við þá sjúkdóma sem ganga erlendis. Eigum nóg  með þá sem þegar hafa borist hingað.

Held að það verði ekki langt í að það verði mikil verðmæti í þeim hreinleka sem við þó höfum í matvælaframleiðslunni. Nú þegar er fólk tilbúið til að greiða talsvert meira fyrir lífræna ræktun.  Veit allavega hvað ég myndi velja ef valið sæið á milli erlends hormónakjöts og íslensks fjallalambs.

Einu sinni var nú sagt að bóndi væri bústólpi og bú landsstólpi. Held einhvern veginn að mesti sjarminn færi af ferðamenskunni ef allar jarðir væru komnar í eigu fjármálamanna, rammlega afgirtar og viðvera 1-2 daga á ári. Þeir eru þegar byrjaðir að kaupa upp jarðir og eiga sumir jarðir í tugatali. Það þykir mér óheillavænleg þróun.

Landfari, 21.4.2008 kl. 18:44

14 Smámynd: Lilja Kjerúlf

Heyr heyr.... fólk þarf einmitt að kynna sér málin áður en ráðist er í að hafa sterkar skoðanir á þeim.

Sá misskilningur er greinilegur eins og sést á sumum svörunum

 "Gæti ekki verið meira sammála hef aldrei skilið þessa vitleysu ekki meiri hætta á einhverjú smiti en kjöti hér heima"

og

"Ég borða kjöt þegar ég er í útlöndum og er enn á lífi.Ég borða yfir höfuð mat í útlöndum."

eins og sjá má hér fyrir ofan þá heldur einhver hluti almennings að þetta snúist bara um að vernda neytendur fyrir einhverri óáran.

Það er ekki svo........ það er verið að vernda þá búfjárstofna sem eru hér á landi.

Að lokum....

það eru mjög margir sem verða fárveikir af að borða mat erlendis, þeir sem verða ekki veikir eru líklega með afskaplega góðan maga.

Lilja Kjerúlf, 21.4.2008 kl. 19:26

15 Smámynd: Lilja Kjerúlf

Mín kæra! það vita það flestir að þegar fólk hefur búið erlendis í langan tíma að það verður ekki eins næmt fyrir ýmsum sýkingum.

Og vænan ég er alin upp í sveit og veit alveg hvað ég er að tala um.

Varðandi smábátasjómenn þá hafa þeir líklega val eins og bóndinn en 

vonandi verður því óréttlæti sem þeir verða fyrir kippt í liðin

Ekki klappa mér á kollinn takk fyrir.

Lilja Kjerúlf, 22.4.2008 kl. 13:26

16 Smámynd: Bjarni Harðarson

góð umræða. við höfum auðvitað öll verið um lengri og skemri tíma í útlöndum og lifað það af. en hefur einhver fengið linsoðið egg í útlöndum,- nei, þau eru einfaldlega talin hættuleg þar vegna sýkinga. erlendis er kamfýlóbakter og salmonella miklu algengari í kjötvörum heldur en hér heima. það skapar hættu og veldur vissulega sjúkdómum þar ytra. hér á landi eru umtalsvert minni líkur á slíkum uppákomum og það er eitthvað sem við eigum að halda í. við getum leyft áfram innflutning á frosnum kjötvörum en sleppt því að flytja inn hrátt ferskt kjöt.

Bjarni Harðarson, 22.4.2008 kl. 15:27

17 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Ég hef búið erlendis í 15 ár og borðaði linsoðin egg.

 Ég lifi.

Anna Ragna Alexandersdóttir, 22.4.2008 kl. 23:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband