Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Vörubíkstjórar og þotuliðið.

Aðgerðir vörubílstjóra gegn háu olíuverði eru meira en skiljanlegar. Þær eru barátta manna sem hafa margir hverjir engu að tapa. það er komin tími til að stjórnvöld geri sér grein fyrir því að þeir eru að vinna fyrir OKKUR ! Fari  að hætta þessum flottræfilshátti  í þotuferðalögum sínum út um allan heim og komi strax  til   baka með Iceland express og fari að vinna vinnuna sína,áður en allt fer fjandans til. Angry


Lífsreglur.

1.Mundu að þú ert einstök.

2.Mundu að þú ert mikilvægur einstaklingur.

3.Mundu að þér var gefið vit til að nota það.

4.Mundu að þú hefur eitthvað að gefa,sem enginn annar getur gefið.

5.Mundu að þú átt skilning og reynslu,sem aðrir hafa ekki.

6.Mundu að þú getur verið hreykin af mörgu eiginleikum þínum.

7.Mundu að þú getur ýmislegt.

8.Mundu að umbera þá sem eru þér ólíkir.

9.Mundu að einhverjum þykir vænt um þig.

10. Mundu að þú kannt eitthvað, sem þú getur kennt öðrum.

11.Taktu því með með opnum hug ,sem aðrir geta gefið þér.

Þessar lífsreglur samdi ung félafskona í Norska húsmæðrasambandinu.


ÉG MYNDI EKKI NENNA Á FÆTUR FYRIR ÞESSI LAUN.

Hvað misræmi er í þessu af hverju er launamismunur svo mikill hjá okkar litlu þjóð ?

Hvernig er mat á störfum háttað ?

Hver metur þau samkvæmt krónutölu ?

Hver metur hvort kinið á að fá meira ?

Hver metur menntun mína í krónutölu ?

Hvað veldur því að bankastarfsmenn eru betur borgaðir en aðrir út á vinnumarkaðinum  ?

Hefðu þeir þessi laun ef við værum ekki úti á vinnumarkaðinum  ?

Hver finnur út krónutöluna fyrir yfirmenn fyrirtækja.

Ég segi nú bara á maður að nenna á fætur fyrir þessi laun.


Við hvað erum við hrædd ?

Af hverju get ég ekki keypt erlendar kjötafurðir ?

Eru Íslendingar öðruvísi en annað fólk ?

Af hverju er mér leyft að ferðast til útlanda ?

Af hverju er ég ekki sett í sóttkví við heimkomu ?

Af hverju geta bændur ekki rekið sitt fyrirtæki , nema með styrkjum sem kosta mig mikla peninga ?

Af hverju er ekki stóriðjubúskapur stundaður á Íslandi ?

Af hverju og fyrir hvern er allt þetta bull.

Ég fæ í magann við tilhugsunina .

 


Þú átt ekki föt.

Fataskápur.

 

Það er allt of mikill fatnaður í flestum skápum, því er oft erfitt að finna fatnað þegar mikið liggur við.Svo kemur þessi fræga setning.

Ég á enginn föt !!!

Málið er að þú átt of mikið af þeim.

Gefur þér  tíma til að raða þeim saman eftir lit og samsetningu á herðatrénu.

Ekki eiða öllum þeim tíma og pening í leita af fatnaði til að setja í fullan fataskáp.

 

 

 


Ekki tuð, bara ábending.

kærleikur

 

Fataskápur.

Það er allt of mikill fatnaður í flestum skápum, því er oft erfitt að finna fatnað þegar mikið liggur við.Svo kemur þessi fræga setning.

Ég á enginn föt !!!

Málið er að þú átt of mikið af þeim.

Gefur þér  tíma til að raða þeim saman eftir lit og samsetningu á herðatrénu.

Ekki eiða öllum þeim tíma og pening í leita af fatnaði til að setja í fullan fataskáp

 

 

 

 


Litgreining kvenna.

Vitið þið konur að litir hafa meira að segja en þið gerið ykkur grein fyrir

 

Til eru margir flokkar af litgreiningu til að finna út í kvaða flokki þú ert í.

Þeir er t.d.null

Ljós ,skær,mild.

Dökk skær,mild.

Mild,ljós,dökk.

Skær,ljós,dökk.

Heit,ljós,köld.

Köld,ljós,dökk.

Hver ert þú ?

Hafa ber í huga að snyrtivörur endast ekki að eilífu.

 

Farði. Maskari endist í 3 til 4 mánuði.

Krem. 6 til 9 mánuði.

Farði. 6 til 12 mánuði.

Púður.18 til 12 mánuði.

Kinnalitur.18 til 24 mánuði.

Varalitur 18 til 2 ár.

Blýantur 18 til 2 ár.


Tíska bara fyrir 30% kvenna í heiminum.

Vitið þið konur að í tískuheimi okkar, er bara hannaður fatnaður fyrir konur sem eru beinvaxnar, þær eru 30% allra kvenna í heiminum en 70%kvenna í heiminum eru með mjúkar línur.Heart

Davið hættu nú !

 

Það er með ólíkindum að opinber starfsmaður Davíð Oddson geti komið fram í fjölmiðlum og látið þau orð falla að íbúðaverð eigi eftir að lækka um 30% á næstu tveim árum.

Davíð er þinn tími ekki komin til að hætta ??????????

Og láta þá sem hafa lært fagið komast að. Umhverfið hefur breist bara svo þú vitir það.

Hvað liggur að baki ?

 Er það virkilegt að Í búðarsjóður verði lagður niður og að bankarnir komi til með að stjórna  öllu peningaflæðinu inn á íbúðarlánin og  að þeir komi til með að stjórna öllu peningaflæðinu inn á þann markað ?

Í hvaða skömmtunarstefnu erum við að koma okkur ? Og hver  græðir ?

Bankarnir. 

 


Geir H Haarde og þotuliðið

Geir segir að ekkert sé athugavert við að hann og utanríkisráðherra fari einkaþotu til Búkarest og í því liggi mikil hagræðing  kostnaðurinn sé svipaður. Það verður bara lagður fram sá reikningur til að sína þessari þreyttu þjóð að svo sé.

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband