Hvað er til ráða !!
Laugardagur, 31.1.2009
Það er vetur á landinu þínu fallegt um að lítast. Við þessi fámenna þjóð með alla þá möguleika að hafa það gott á landinu okkar Íslandi.
Hvað veldur að við erum komin í þá stöðu sem við erum í ?
Svar berist fyrir 14 febrúar.
blogg | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Svona er Ísland.
Fimmtudagur, 29.1.2009
Á almenningur að borga fyrir ykkur ?
Hægt að rifta afsalssamningum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
blogg | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir og D- stóllinn auður enginn kom frá Sjálstæðismönnum
Þriðjudagur, 13.1.2009
þakka þér kona fyrir að koma fram og segja sögu þína.
Það mættu fleiri koma fram.
Robert Wade, prófessor í stjórnmálahagfræði við London School of Economics, Raffaella Tenconi, hagfræðingur hjá Straumi fjárfestingarbanka í London,Var með ávarp til okkar þjóðar um að stjórnmálamenn væru ekki að vinna vinnuna sina eða heldur að þeir væru á vernduðum vinnustað.
Við sem þjóð værum ekki að trufla þeirrar störf. Fjármálakreppan væri Íslenskum stjórnmálmönnum um að kenna Seðlabanka, Fjármálaeftirliti Fyrir kvað erum við að borga öllum þessum ráðum.
Hvar er eftirlitstofnun og allt það fólk sem er á launum við þá stofnun. Er þetta fólk ekki að vinnuna fyrir þig og mig ?
P.S Viti menn að D-stóllinn var auður þegar þjóðin vildi svör,þannig hefur það verið síðan þessi fjárármála kreppa skall á
Fullur salur í Háskólabíó | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
blogg | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
Dómstólar verða líka að taka harðar á þessum málaflokki
Þriðjudagur, 6.1.2009
Það verður að taka þessi mál fastari tökum þar á ég við dóma sem falla í þessum málaflokki.
Hér á landi hefur það tíðkast að dómar af þessu tagi hafa verið allt of vægir, reyndar til skammar.
Það er ekki nóg að dæla pening inn í þann málaflokk ef dómarar fara ekki að dæma þá sálarkvöl sem slíkur einstaklingur verður fyrir.
Hvers virði er dómur fyrir einstakling sem bíður þess aldrei bætur allt það sálarstríð sem sá einstaklingur þarf að þola.
Sakborningur fái nokkra mánaða dóm, þegar þolandinn bíður þess aldrei bætur.
Ég bið ykkur sem dæma að dæma eins og þetta væru börnin ykkar.
8,5 milljónir í styrki gegn kynbundnu ofbeldi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
blogg | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Fréttir um að íslenska ríkið muni eignast hlut í verslunum Baugs í ?
Mánudagur, 29.12.2008
Markmiðið að bankarnir þyrftu ekki að afskrifa neinar skuldir.Íslenska þjóðin tekur við öllum rekstri,útrásarvíkinganna og innrásarvíkinganna einnig.
Látum þá ekki koma nálægt okkar peningum þeir hafa hvort er ekkert fjármálalegt læsi og hafa aldrei kunnað.
Við sem þjóð vitum að þegar búið er að rétta úr kútnum og hlutirnir farnir að ganga betur verður þeirra hlutafé komið inn aftur.
Það er ekki það sama með þig Jón minn þegar þú borgar ekki af þínum skuldum ert þú gerður gjaldþrota þú átt ekkert. Þannig á það líka að vera með útrásarpk .Við sem þjóð eigum heimtingu á að þessir menn verði lýstir gjaldþrota.
Segir ríkið ekki munu eignast verslanirnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
blogg | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Gleðileg jól.
Sunnudagur, 21.12.2008
blogg | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Út með þá !
Fimmtudagur, 18.12.2008
Jón Gerald sagðist vilja Tryggvi Jónsson út úr bankanum. Mikið er ég sammála þeim manni.
Hver er ástæða þess að sömu lykilmenn sem komu okkur í þrot ,sitji en inni í bankanum ? Þeir sem ættu að sitja inni á Hrauninu.
Jón Gerald mótmælir í Landsbanka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
blogg | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Það má kalla það öfund en ég vil fá að leyfa mér að kalla það óréttlægi
Fimmtudagur, 4.12.2008
Það má kalla það öfund en ég vil fá að
leyfa mér að kalla það
óréttlæti.Það var þegar ég var lítil stúlka að mamma vann við fiskverkun og pabbi
var á sjónum þau unnu myrkranna á milli meðan við systurnar sáum
að mestu leyti um okkur sjálfar. Það var oft sárt að sjá þau þreytt
og búin á líkama pabbi var nánast aldrei heima alltaf á sjónum
og var hann farinn þegar við systurnar vöknuðum síðan fór líka
mamma og við þurftum að koma okkur í skólann.
Pabbi veiktist þegar ég var innan við fermingu og lá mörg á sjúkrahúsi
og náði sér aldrei og lést ekki orðin fimmtugur.
Vinnuálagið var gífurlegt á mínum uppvaxtarárum og ekki hægt að
segja að heimilislífið hafi verið mikið þegar vertíðir stóðu sem hæst,
það er kannski sem ég á svo erfitt með að heyra um
þennan gjafakvóta. Hverjir eiga fiskinn. ´
Kunningjakona mín ein er gift einum slíkum manni
hún á helminginn á móti honum.
Það er ekki að sjá að þreytan skíni úr hennar augum
ekki líkt foreldra minna enda hefur hún aldrei unnið
eða komið nálagt fiskvinnu þessi elska.
En þá mættir spyrja mig hvað hún fer í
andlitsmeðferð handsnyrtingu hárgreiðslu og fatainnkaup.bröns
sem er svo flott orð að vantar þann í minn orðarforða
þegar frúin er að fara út í heim í alla þessa lúxus ferðir.Já bíddu við er það ekki í góðu lagi hún sem á fiskinn í sjónum
hún á fiskin í sjónum og hennar maður lögðu það á sig.blogg | Breytt s.d. kl. 00:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (41)
Ég vil þakka þér Íslenska kona.
Sunnudagur, 30.11.2008
Æskan reyndist oft erfitt og það er vissulega reynsla sem færir okkur þroska
á einhvern hátt þó sár sé.
Pabbi veiktist alvarlega, hann var sendur á spítalann mikið veikur og var þar
næstu 12 árin. . Nú varð mamma að vinna meir en áður með þrjár
ungar dætur. Ekki var hægt að sækja í bótakerfið var ekki til staðar á hennar tíma.
Að setja sig á bæinn eins og það var kallað. Stolt hennar leyfði það ekki.
Nú fórum við að finna fyrir verulegum skorti.
Það var ekki kjöt á sunnudögum eins og verið hafði áður.
Fiskur alla daga vikuna og ég man að ég passaði upp á að ná í siginn fisk
út á snúrustaur á laugardögum svo engin sæi að við borðuðum fisk líka
á sunnudögum.Börn eru dugleg að fela ástandið fyrir umhverfinu sama hvað það er.
Nú voru erfiðir tímar í vændum og við reyndum að hjálpa til að bestu getu.Nú var alltaf kalt þegar við komum úr skólanum og mamma vann myrkranna á milli
Ég vil þakka þér elsku mamma fyrir þína þrautseigu og vilja einan að vopni.
Takk.
blogg | Slóð | Facebook | Athugasemdir (29)
Hvert fara SÓKNARgjöldin sem við borgum sundur.
Föstudagur, 28.11.2008
Hvert renna sóknargjöld?
Getum við verið viss um að okkar Peningar fari á réttan stað ? Er þeir peningar sundurliðaðir
Þjóðkirkjusöfnuðir, skráð trúfélög samkvæmt lögum um trúfélög nr. 18/1975 (sjá nú lög um skráð trúfélög nr. 108/1999) og
Háskólasjóður skulu eiga ákveðna hlutdeild í tekjuskatti samkvæmt ákvæðum laga um tekjuskatt og eignarskatt nr. 75/1981,
með síðari breytingum.
Þessi fjárhæð - sóknargjald - reiknast fyrir hvern þann sem orðinn er 16 ára 31. desember árið áður en gjaldár hefst.
1. Gjald einstaklings, sem skráður er í þjóðkirkjuna, rennur til þess safnaðar sem hann tilheyrir.
2. Gjald einstaklings, sem tilheyrir skráðu trúfélagi, rennur til hlutaðeigandi trúfélags.
3. Gjald einstaklings, sem hvorki er í þjóðkirkjunni né skráðu trúfélagi, rennur til Háskóla Íslands.
Gjaldið miðast við skráningu í þjóðskrá 1. desember árið áður en gjaldár hefst og skiptist þannig:
Frekari skýringar er að finna í lögum um sóknargjöld o.fl. nr. 91/1987.
blogg | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Nú stöndum við upp og viljum uppgjör.
Miðvikudagur, 26.11.2008
blogg | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Gullið sem hvarf.
Föstudagur, 7.11.2008
Það var, ekki fyrir alls löngu, á eyju úti í hafi.
Að stór hópur bankaræningja komu inn í ekki bara einn banka, heldur alla banka og öll útibú eyjunnar. Allir afgreiðslukassar, peningaskápar og vörsluhólf voru tæmd. miljarðar á hverjum mánuði og hvað var gert EKKERT!!!! Enginn náðist þeir létu sig hverfa frá eyjunni og eyjaskeggjar leituðu á náðir annar þjóða sem höfðu staðið vörð um gull sinnar þjóða.
Áttu ekki þessir eyjaskeggjar menn sem var búið að kjósa. Vörslumenn í salinn stóra til að gæta gullsins þeirra ???
blogg | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Eftir puðið er ég kölluð terró. Takk
Þriðjudagur, 28.10.2008
Hvað ég gat verið vitlaus ?
Ég get nú ekki annað sagt en að mér brá, er það kom í ljós að landið mitt stóð á barmi gjaldþrots!
Ég sem hélt að ég væri að borga hærstu vexti í heimi og svo var ég líka með verðtryggingu á mínum lánum þannig að það var ómlöglegt að tapa á mér allt var tryggt. Það var ekki hægt að fara ver með mína fjármuni ég sem lagði mig alla fram með að standa í skilum svo engin tapaði á mér.Og eftir puðið er ég kölluð terró.Takk nú nenni ég ekki að taka þátt í þessu bulli og held að ég skili auðu í næstu kosningu og hætti að bera virðingu fyrir hvítflibbunum bankamönnum..
blogg | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)
Verðtrygging lána falla niður. Mikið var !!!
Þriðjudagur, 21.10.2008
það verður að fella niður verðtryggingu á lánum!!!
Lækka vexti, þannig að fólkið í þessu landi geti farið að borga lánin niður. Ekki með allt í skuld.Þá fer fólki að líða vel og allir græða er það ekki það sem allt þetta mál snýst um. Skrítið að verðtrygging skyldi ekki verð afnumin þegar krónan var sterk.
Ekki er að sjá að fólkið í landinu komi til með að geta borgað af sínum lánum. Hvaða breiðu bök er alltaf verið að tala um er það ég og þú ?
Hvað á pína þessa þjóð lengi.
blogg | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
Er það þú sem stjórnar JÁ EÐA NEI.
Mánudagur, 20.10.2008
blogg | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Erum við heymsk ?
Mánudagur, 20.10.2008
Hvað ég gat verið vitlaus ?
Ég get nú ekki annað sagt en að mér brá, er það kom í ljós að landið mitt stóð á barmi gjaldþrots!
Ég sem hélt að ég væri að borga hæðstu vexti í heimi og svo var ég líka með verðtryggingu á mínum lánum þannig að það var ómlöglegt að tapa á mér allt var tryggt. Það var ekki hægt að fara ver með mína fjármuni ég sem lagði mig alla fram með að standa í skilum svo engin tapaði á mér.Og eftir puðið er ég kölluð terró.
blogg | Breytt 28.10.2008 kl. 23:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Frábært hérna í Færeyjum keyrum um á verðardekkjum ekki á nagladekkjum sem á Færeysku heita píkudekk. Ég er ekki að skilja allt sem fer fram á þessum slóðum.Þakka bræðrum fyrir alla þá góðvild sem mér hefur verið sýnd hér á mínum bræðraslóðum.
Fjandans landinn sem er stimplaður terró. Enda varla til í taka upp budduna fyrir fyrir einni mjólk hér í Færeyjum 11 krónur markvaldað með 23 er ekki allt í lagi á Íslandi eða hvað?????
Hlakka samt til að koma heim.