Bloggfærslur mánaðarins, september 2008
Hótel Vesen.
Þriðjudagur, 9.9.2008
Það var sól og blíða þennan morgun er við löbbuðum út af Hótel Vesen, en það hótel heitir Versten,en eftir þennan atburð var það skírt Hótel Vesen.
Við löbbuðum upp á Vesterbrogade þar vissum við af Íslenskri stelpu sem var að vinna á veitingastað, hún var ekki komin til vinnu.
Sumar stelpurnar fóru í Kristaníu en við hinar vorum lítið fyrir hippamenninguna þó við værum meðvitaðar um okkar umhverfi. Ekki vorum við með áhyggjur af ástandinu og við deildum þeim litla pening sem til var í brauð og drykki.
Við hittum Íslensku stelpuna seinna um daginn, hún bauð okkur að gista hjá sér þar til við værum búnar að fá vinnu.Við komum seint um kvöld til hennar. Herbergið var í gömlu húsi í en herbergið var vistlegt. Ekki vorum við þreyttari en það að við ætluðum aftur í bæinn til að skemmta okkur,settum upp andlitin, og héldum af stað.Við þurftum jú ekki að vakna morgunn eftir bara að hafa gaman af lífinu og það gerðum við.Við skemmtum okkur konunglega eins og við gerðum alltaf. Þegar í herbergið var komið seint um nótt, var ekki vitað hvar við áttum að koma okkur fyrir um nóttina ég var heppin fékk að sofa í sófanum en aðrar sváfu á gólfinu og undir morgun vakna ég við skaðræðis öskur,þá höfðu það þær sem sváfu á gólfinu höfðu fengið silfurskottur upp í eyrun.Þegar við fórum að kanna málið betur var allt morandi í silfurskottum í húsinu.Við eyddum deigunum að rífa teppin út en undir þeim voru gömul dagblöð.Eftir þetta voru öryggis ráðstafanir notaðar við sváfum í öllum fötum og bómull í eyrun. Málið leist. Það var skelfilegt þegar ljósin voru kveikt, þá sáum við gáfa silfrið allstaðar.Við sættum okkur bara við ástandið það var ekki í önnur hús að venda.
blogg | Slóð | Facebook | Athugasemdir (28)
Þegar amma var ung.
Mánudagur, 8.9.2008
Það var árið 1972 að farið var til Köben.
Ég fékk vinnu á Hótel Hebron sem er í miðri Kaupmannahöfn þar sem nokkrar Íslenskar stelpur voru að vinna.Við skemmtum okkur vel . Það voru líka Íslenskar stelpur að vinna á Vesen Hóteli Fórum að heimsækja þær einn föstudag og sáum að herbergin voru miklu betri var ákváðum að a.t.h með vinnu. Við vorum Íslenskar duglegar til vinnu og ráðnar á staðnum.Við fluttum allt dótið yfir götuna en Vesen Hótelið var hinu megin við götuna.Og nú átti að halda upp á aðseturskiptinn, Puntuðum okkur upp allur hópurinn líka stelpurnar á Vesen svo var haldið af stað til að fagna En landinn var ekki lengi í Paradís við mættum ekki til vinnu á réttum tima sváfum yfir okkur þennan fyrsta vinnudag. Olefrúin kom arfa vitlaus inn í herbergið til okkar um klukkan níu um morgunin, öskraði á okkur (pípp orð )alla Íslendingar úð.Þar með vorum við komnar á götuna eina ferðina enn.Nú voru góð ráð dýr okkur vantaði pening, húsnæði og vinnu.
blogg | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
Hættið að tuða um all sem miður fer bara ábending
Föstudagur, 5.9.2008
Að faðmast.
Eykur vellíðan, yfirvinnur ótta.
Opnar fyrir innbyrgðar tilfinningar.
Eykur sjálftraust, hægir á öldrun,slakar á spennu.
Vinnur bug á svefnleysi.
Heldur handleggjum og axlarvöðvum í þjálfun.
Gerir góða daga betri,
tómarúm í sálinni hverfur.
Hefur jákvæð áhrif löngu eftir að faðmlagi líkur.
blogg | Breytt s.d. kl. 18:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
Þakkarskuld er eina skuldin sem auðgar
Föstudagur, 5.9.2008
blogg | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Lítilsvirðing.
Fimmtudagur, 4.9.2008
Ef einhver særir þig með orðum eða gerðum,þá minnstu þess,að honum þykir það við eiga.
Hann getur ekki farið eftir hugmyndum þínum heldur hugmyndum sínum.
Ef þær eru rangar bíður hann tjónið,því hann er sá sem blekktur var.
Vert þú nærgætinn við þann sem smánar þig en segðu við sjálfan þig hverju sinni honum þótti það hæfa.Og mundu að hafa trú á sjálfum þér. Bara þú veist hver þú ert enginn enginn annar veit hver þú ert og því getur enginn dæmt þig.
Þú ert þinn dómari. JÁ ÞÚ.
blogg | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Að njóta lifsins.
Mánudagur, 1.9.2008
Njóttu lífsins.
Njóttu þess að það ert þú sem stjórnar peningunum.
Njóttu þess að þú ert stjórnandi yfir lífi þín.
Njóttu þess sem lífið hefur kennt þér.
Njóttu þess að vera þú og hafa kjark til þess að vera þú.
Njóttu stundarinnar því stundin kemur aldrei aftur.
Átt þú góðan dag.
blogg | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)