Ég vil þakka þér Íslenska kona.
Sunnudagur, 30.11.2008
Æskan reyndist oft erfitt og það er vissulega reynsla sem færir okkur þroska
á einhvern hátt þó sár sé.
Pabbi veiktist alvarlega, hann var sendur á spítalann mikið veikur og var þar
næstu 12 árin. . Nú varð mamma að vinna meir en áður með þrjár
ungar dætur. Ekki var hægt að sækja í bótakerfið var ekki til staðar á hennar tíma.
Að setja sig á bæinn eins og það var kallað. Stolt hennar leyfði það ekki.
Nú fórum við að finna fyrir verulegum skorti.
Það var ekki kjöt á sunnudögum eins og verið hafði áður.
Fiskur alla daga vikuna og ég man að ég passaði upp á að ná í siginn fisk
út á snúrustaur á laugardögum svo engin sæi að við borðuðum fisk líka
á sunnudögum.Börn eru dugleg að fela ástandið fyrir umhverfinu sama hvað það er.
Nú voru erfiðir tímar í vændum og við reyndum að hjálpa til að bestu getu.Nú var alltaf kalt þegar við komum úr skólanum og mamma vann myrkranna á milli
Ég vil þakka þér elsku mamma fyrir þína þrautseigu og vilja einan að vopni.
Takk.
Athugasemdir
Flottur pistill
Ég þekkti þetta aðeins, þar sem pabbi minn var á "berklahælinu" að Vífilstöðum í 5 ár með einhverjum hléum samt. Það sem bjargaði okkur var að við vorum með kindur og hænur, ásamt því að samhjálpin var mikil í okkar þorpi.
Mamma vann jafn langan vinnudag og karlarnir í þorpinu en við höfðum þó ömmu okkar heima, sem var mikill kostur
Sigrún Jónsdóttir, 1.12.2008 kl. 01:04
Ég bjó í sjávarþorpi og þá var farið á bryggjuna í leit að æti.samhjálpin var eintök. Velkomin amma 52 sem bloggvinkona.
Anna Ragna Alexandersdóttir, 1.12.2008 kl. 01:12
flottur pistill
Hólmdís Hjartardóttir, 1.12.2008 kl. 02:41
Falleg og þörf minning
Rannveig H, 1.12.2008 kl. 07:56
Ía Jóhannsdóttir, 1.12.2008 kl. 08:24
Falleg færsla.
Villi Asgeirsson, 1.12.2008 kl. 09:44
Hún er góð hún mamma þín
Gott að eiga svona minningar, held að það hjálpi aðeins á svona tímum. Lífið er ekki alltaf dans á rósum. Stundum á þyrnirósum.
Hulla Dan, 1.12.2008 kl. 10:37
Ég var alin upp á stóru heimili, 8 börn og pabbi fór burt 12 sumur til að vinna í síldinni. Þegar hann vann heima sást hann ekki mikið heldur því hann þurfti að vinna fyrir allri hersingunni. Hún móðir mína vann heima og það var sko langur vinnudagur. Hvar værum við ef þessar konur hefðu ekki staðið sína plikt?
Rut Sumarliðadóttir, 1.12.2008 kl. 11:45
Það voru nú margar hetjurnar í þá daga, sem unnu bæði heima og heiman til að hafa í sig og á. Við megum vera þakklát fyrir fórnfýsi og kærleik þeirra. Ég átti góða og dugmikla móðir eins og þú Anna Ragna mín. Pabbi minn var líka frábær og vann mikið og á ég fallega og góða minningu frá æskuheimilinu. Móður mín hét Anna og ég þekki marga með þessu nafni sem eru hörku duglegar konu, held að það fylgi nafninu.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 1.12.2008 kl. 12:21
Amma var alltaf svo ákveðin og ráðagóð, maður saknar hennar.
Júlía Tan (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 12:23
Flottur pistill......knús
Svanhildur Karlsdóttir, 1.12.2008 kl. 12:40
Ég á erfitt með að hlusta á þá sem kvarta undan foreldrum sínum, þeir vita ekki hvað það er gott að eiga foreldra á lífi.
Anna Ragna Alexandersdóttir, 1.12.2008 kl. 13:49
Góður pistill hjá þér Anna mín, eigðu góðan dag vinan
Kristín Gunnarsdóttir, 1.12.2008 kl. 14:38
Mikið ertu sæt og fín á myndinni.
Góðir foreldrar eru betri en flest annað í lífinu.
Greta Björg Úlfsdóttir, 1.12.2008 kl. 17:23
Þar er ég sammála þér Greta mín.
Anna Ragna Alexandersdóttir, 1.12.2008 kl. 18:08
Gott er að eiga góða Ástvini!
Ragnar Sigurjónsson (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 19:18
Fallegt..
Sólveig Hannesdóttir, 1.12.2008 kl. 19:20
Kæra Anna! Lífsbaráttan var hörð - bitnaði á börnum og einstæðum foreldrum, aðallega mæðrum. Nú er þetta samt einhvernvegin LÚMSKARA, finnst mér. Nú er kerfið búið að koma því þannig fyrir að báðir foreldrar (þegar þeir eru til staðar) þurfa helst að vinna fullan vinndag til að að ná hinum marg-umræddu endum saman. Svo er látið sem jafnvel láglaunafólk vinni svo mikið utan heimilis til að skaffa sér lúxus - þegar lúxusinn er að veita sér og sínum lágmarksframfærslu og styðja börnin til lágmarksmenntunar. Fiskurinn kostar orðið svo mikið að efnalítið fólk hefur alls ekki efni á að borða hann ómengaðan upp á hvern dag sem var þó hægt áður. Ég endurtek: fátæktin nú er LÚMSK - henni er leynt og hún ekki viðurkennd. Gljúfrið milli alsnægta og örbirgðar er breiðara á Íslandi nú en fyrir 40 - 50 árum.
Hlédís, 1.12.2008 kl. 20:49
Sæl og blessuð! Og takk kærlega fyrir boð um bloggvináttu!
Kær kveðja
Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 21:50
takk að deila þessu til okkar já og til hamingju með bruðakupið Guðlaug frænka þín sagði mér það sko mína betri seint en ældrei en þetta hefur verið erfitt hjá mömmu þinni þegar þið voruð að alast upp enda var mamma þín dugnaða kona reynd allt sem hún gat ældrei heyri ég hana kvarta þegar við unnum saman á sínum tíma,svo hefur þú erft hennar dugnað reynda þið systurnar ,óska ykkur svo allt það besta kær kv ÓLÖF
lady, 1.12.2008 kl. 23:17
Takk fyrir þessu fallegu orð Ólöf mín mömmu þótti líka svo vænt um.
Anna Ragna Alexandersdóttir, 1.12.2008 kl. 23:27
Æ elsku Anna Ragna mín, ætli þessi saga geti ekki verið sögð líka núna á næsta ári. Vonandi samt ekki alveg svona, því hugsunarhátturinn um aðstoð hefur breyst sem betur fer. Það er bara Davíð og hans skoðanabræður, sem eru nógu ósmekklegir til að tala um að það séu ríkir einstaklingar sem fari í fjölskylduhjálpina til að drýgja tekjurnar. Knús á þig mín kæra.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.12.2008 kl. 09:34
Ég get ekki dæmt um hvort ég bar skaða af ástandinu það verða aðrir að gera.
En fyrir mér held ég að svona lífreynsla sé bara af hinu góða og kennir okkur að það þarf stundum að hafa mikið fyrir hlutunum. Hef upplifað það með unga fólkið já líka við hin. Það var allt keypt hvort það hafði þörf fyrir það eður ei,en þannig er nú lífið að reyna að þroska okkur.Á meðan nýttu kaupmenn sér ástandið á landanum og reistu hverja verslunarhallirnar á fætur annarri
Eins og í
Gagn og Gaman" að vita meira og meira meira í dag en í gær en þetta breyttist í að eiga meira og meira, meira í dag en í gær.
Njótið dagsins
Anna Ragna Alexandersdóttir, 2.12.2008 kl. 10:59
Mömmur eru alltaf bestar - ömmur líka.
Jónína Sólborg Þórisdóttir, 2.12.2008 kl. 23:09
góður pistil og gott að lesa Man eftir svipuðu en samt gott á margan hátt
Ólöf Karlsdóttir, 3.12.2008 kl. 01:30
elsku anna til hamingju með barnabarnið og giftinguna gaman að geta lesið fréttir af þér kv. íris tótudóttir
íris og co (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 09:46
GÓÐUR PISTILL ANNA RAGNA MÍN.
Kristín Katla Árnadóttir, 3.12.2008 kl. 11:30
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 13:32
Falleg færsla Anna mín. Já, í þá daga gat verið erfitt og vonandi verður ástandið ekki svona aftur. Ég heyri að þú hefur átt góða og duglega mömmu og þið hafið staðið saman. Það gefur lífinu gildi.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 3.12.2008 kl. 23:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.