Eru til draugar

 

 Mamma og pabbi fluttust til Eyja þegar ég var á unga aldri þau fengu leigt í húsi sem Pálsborg hét meðan verið var að dytta að  Vesturhúsum sem þau höfðu fest kaup á. Þetta voru gamlar verbúðir mjög hrörlegar.

 Talið var að mikill draugagangur væri í því húsi og enginn gat búið þar til lengri tíma.Leigan var mjög lág .

Átti það eftir að koma í ljós og man ég það vel á þriðja ári það var á  vindasömu vetrar kvöldi að hávaðinn byrjaði eins og svo oft áður mikið skrjá og þung hljóð komu að ofan en yfir húsinu var ris.Mamma sagði okkur systrunum að bíða við stigann hún ætlaði að fara upp og a.t.h  draugana því þeir voru fleiri en ein þetta var mjög brattur stigi upp hún með vasaljós sitt eina vopnið.

Þegar upp kom sá hún þessa banasvítu draugana  en það voru gamlar málningar dollur dagblöð og annað drasl sem hafði verið skilið eftir, illa hafði verið gengið fé stafni húsin og vindurinn náði þar undir sem olli óskopnum.

Var þetta allt tekið og draugagangurinn hætti á sömu stundu.

 Mamma bað okkur stelpurnar að segja ekki nokkrum manni frá þessu.því ef fólk frétti af þessu myndi húsaleigan  hækka.

 Hélt ég þessu loforði þar til þetta er skrifað.

Fannst mér þetta verða að höll eftir þennan atburð. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

 svona hefur draugagangur líklega oft verið

Hólmdís Hjartardóttir, 21.6.2008 kl. 12:57

2 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Þannig spunnust of t sögurnar um drauga og afturgöngur.  Hehehhehe

Ía Jóhannsdóttir, 21.6.2008 kl. 13:20

3 Smámynd: Bjarni Harðarson

þetta er góð draugasaga og auðvitað gerðu draugarnir það oft af hrekk sínum að hringla í gömlum dósum og látast svo á tyllidögum vera vindurinn!

Bjarni Harðarson, 21.6.2008 kl. 13:51

4 Smámynd: Rannveig H

Frábær draugasaga

Rannveig H, 21.6.2008 kl. 16:18

5 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Já mjög góð draugasaga. Hafðu það gott

Kristín Katla Árnadóttir, 21.6.2008 kl. 20:32

6 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Þekkti hjón sem heyrðu alltaf eitthvert þrusk á loftinu yfir svefnherberginu. Þegar þetta hafði gengið svona í smá tíma var farið að athuga málið. Málið leysti meindýraeyðirinn á staðnum. Þetta voru sko mýs sem höfðu sest þarna að. Ætli draugagangurinn eigi ekki oft einhverjar skýringar ef nánar er aðgætt. Hafðu það gott.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 22.6.2008 kl. 15:58

7 Smámynd: Guðný Einarsdóttir

Svona verða draugasögurnar til kannski bara

Guðný Einarsdóttir, 22.6.2008 kl. 16:58

8 Smámynd: Hulla Dan

Svona sögur eru bestar  

góðan dag til þín.

Hulla Dan, 23.6.2008 kl. 06:51

9 Smámynd: Bumba

Heheheh,  það ætti að gera hryllingsmynd um þessa draugasögu. Með beztu kveðju.

Bumba, 23.6.2008 kl. 08:00

10 Smámynd: Lilja Kjerúlf

kvitt fyrir innlit

Lilja Kjerúlf, 25.6.2008 kl. 10:20

11 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 28.6.2008 kl. 23:41

12 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Góð þessi,svona hafa draugar örugglega oft orðið til.

María Anna P Kristjánsdóttir, 29.6.2008 kl. 15:10

13 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Þetta hefur verið sannkallaður draugagangur, eins og hann gerist bestur!

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 29.6.2008 kl. 19:35

14 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

þær eru nú oftast eitthvað á þessa leið skæyringarnar á "draugagangi" hehehehehe

Guðrún Jóhannesdóttir, 30.6.2008 kl. 12:59

15 identicon

Frábær draugasaga he he he, já oftast eru skýringar á "draugaganginum" ég man alltaf eftir þagar háaloftshlerinn skelltist í roki og rigningu um miðja nótt hjá ömmu og afa í sveitinni fyrir vestan, og ég var viss um að núna væri háaloftsdraugurinn að koma að ná í mig  

Börnin þín og barnabarn eru greinilega frábær og falleg, til hamingju!! Bestu kveðjur til þín og Lúlla. 

Jón Ingi (IP-tala skráð) 1.7.2008 kl. 08:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband