Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009

Hvað tíminn líður hratt.

anna ragna myndir0078anna ragna myndir0074anna ragna myndir0042anna ragna myndir0054anna ragna myndir0025

 

 

Við hittumst vinkonurnar eitt kvöldið og vorum að rifja upp puttaferðalag sem við fórum í saman.

Skrítið að það eru liðin þrjátíu og sex ár síðan.

Hvað tíminn líður hratt.


Mamma og pabbi er ég A-bekkur eða B-bekkur.

Skólamynd 1965

Ég fór aldrei í stubbadeild mamma gerði tilraun en ég grenjaði svo  á endanum eftir nokkrar tilraunir gafst mamma upp.Ég vissi eflaust að það óréttlæti sem var í mínu litla samfélagi var á rökum reyst þó lítil sál væri. Í B-bekk með þig það byggðist allt á þínum hraðlestri hvar þú lentir.  Hvar sem þínir hæfileikar voru ? Það sýnir hvað þetta kerfi gerði fyrir litlar sáli, það má segja að þessi litlu börn voru tröðkuð niður í skítinn með því að fá á sig  B stimpill. .  Sum þeirra eru þar enn. Að berjast við að fá viðurkenningu eins og við öll þráum að fá,. Mannlegt eða hvað ? Sorglegt og ef ég mætti vera svo óforskömmustuleg vildi ég biðja til guðs að þetta fólk vildi fyrirgefa þessum börnum ! Það ódæði sem það gerði þessum ungu sálum, sem voru að hefja líf sitt í því sakleysi  sem þau áttu rétt á.!!!! Sem foreldri spyr ég þig ????Mamma, pabbi,afi og  amma. Hvert vildir þú setja barnið þitt? Í !! A eða B flokk ???? 


Sársauki í keiku !!

Sunnudagur í keilu. blóm sunnudagur  eða hvað ? Ég labbaði inn í Keiluhöllina létt í skapi og hlakkaði til að fara að spila keilu og borða góðan mat með vinnufélögum mínum.Nokkrir vinnufélagar voru komnir og það var gaman að sjá þá.Við vissum að það var skemmtilegur tímar  framundan  hjá okkur.Ég skráði mig á braut   en var algjör viðvaningur hafði aðeins einu sinni farið í keilu áður en allt má læra og hugur  minn var fullur áhuga.Þetta gekk sæmilega hjá mér en þetta var svo gaman að ég hugsaði með mér að fara oftar í þennan leik,þegar óhappið skeði keilubandið stíflaðist og þegar keilukúlurnar hlóðust inn.Ég stóð  þar sem þær koma inn og var á spjalli við einn vinnufélaga minn, þegar ein kúlan fer upp úr raufinni  og skellur niður á tærnar á mér. Hræðilegum sársauka.Ekki gat ég spilað meir, en sat og horfði á það sem eftir var leiks.Eftir leikinn fórum við að borða og alltaf sat ég með verk í kjálkanum við að bíta á jaxlinn vildi ekki skemma skemmtunina fyrir hinum.Maðurinn minn elskulegi kom og sótti mig er heim var komið var verkurinn farinn að aukast  all  verulega og ekki svaf ég mikið um nóttin fyrir þrýsting í tásonum  mínum, endaði það með því að ég þoldi ekki lengur við og en var minn yndislegi ökumaður til staðar og á Bráðavaktina var haldið.Vildi bara láta tappa út blóðinu því þrýstingurinn var mér óþolandi. Dásamlegur læknir  skoðaði mig sendi mig í myndatöku og þegar niður var komið kallaði hann mig inn til sín, þar sá ég tærnar mínar í maski á mynd. Ekki var hægt að tappa út  vegna  sýkingahættu svo það var bara að reyna að þrauka og það er ég að gera í dag. 

Vetur á Íslandi

Vetur á Íslandi 081  

Vetur á Íslandi 405


Gömlu góðu


Gömull lög


Einu sinn var

Rolling Stones-You Better Move On

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband