Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008
Ég vil þakka þér Íslenska kona.
Sunnudagur, 30.11.2008
Æskan reyndist oft erfitt og það er vissulega reynsla sem færir okkur þroska
á einhvern hátt þó sár sé.
Pabbi veiktist alvarlega, hann var sendur á spítalann mikið veikur og var þar
næstu 12 árin. . Nú varð mamma að vinna meir en áður með þrjár
ungar dætur. Ekki var hægt að sækja í bótakerfið var ekki til staðar á hennar tíma.
Að setja sig á bæinn eins og það var kallað. Stolt hennar leyfði það ekki.
Nú fórum við að finna fyrir verulegum skorti.
Það var ekki kjöt á sunnudögum eins og verið hafði áður.
Fiskur alla daga vikuna og ég man að ég passaði upp á að ná í siginn fisk
út á snúrustaur á laugardögum svo engin sæi að við borðuðum fisk líka
á sunnudögum.Börn eru dugleg að fela ástandið fyrir umhverfinu sama hvað það er.
Nú voru erfiðir tímar í vændum og við reyndum að hjálpa til að bestu getu.Nú var alltaf kalt þegar við komum úr skólanum og mamma vann myrkranna á milli
Ég vil þakka þér elsku mamma fyrir þína þrautseigu og vilja einan að vopni.
Takk.
blogg | Slóð | Facebook | Athugasemdir (29)
Hvert fara SÓKNARgjöldin sem við borgum sundur.
Föstudagur, 28.11.2008
Hvert renna sóknargjöld?
Getum við verið viss um að okkar Peningar fari á réttan stað ? Er þeir peningar sundurliðaðir
Þjóðkirkjusöfnuðir, skráð trúfélög samkvæmt lögum um trúfélög nr. 18/1975 (sjá nú lög um skráð trúfélög nr. 108/1999) og
Háskólasjóður skulu eiga ákveðna hlutdeild í tekjuskatti samkvæmt ákvæðum laga um tekjuskatt og eignarskatt nr. 75/1981,
með síðari breytingum.
Þessi fjárhæð - sóknargjald - reiknast fyrir hvern þann sem orðinn er 16 ára 31. desember árið áður en gjaldár hefst.
1. Gjald einstaklings, sem skráður er í þjóðkirkjuna, rennur til þess safnaðar sem hann tilheyrir.
2. Gjald einstaklings, sem tilheyrir skráðu trúfélagi, rennur til hlutaðeigandi trúfélags.
3. Gjald einstaklings, sem hvorki er í þjóðkirkjunni né skráðu trúfélagi, rennur til Háskóla Íslands.
Gjaldið miðast við skráningu í þjóðskrá 1. desember árið áður en gjaldár hefst og skiptist þannig:
Frekari skýringar er að finna í lögum um sóknargjöld o.fl. nr. 91/1987.
blogg | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Nú stöndum við upp og viljum uppgjör.
Miðvikudagur, 26.11.2008
blogg | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Gullið sem hvarf.
Föstudagur, 7.11.2008
Það var, ekki fyrir alls löngu, á eyju úti í hafi.
Að stór hópur bankaræningja komu inn í ekki bara einn banka, heldur alla banka og öll útibú eyjunnar. Allir afgreiðslukassar, peningaskápar og vörsluhólf voru tæmd. miljarðar á hverjum mánuði og hvað var gert EKKERT!!!! Enginn náðist þeir létu sig hverfa frá eyjunni og eyjaskeggjar leituðu á náðir annar þjóða sem höfðu staðið vörð um gull sinnar þjóða.
Áttu ekki þessir eyjaskeggjar menn sem var búið að kjósa. Vörslumenn í salinn stóra til að gæta gullsins þeirra ???
blogg | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Frábært hérna í Færeyjum keyrum um á verðardekkjum ekki á nagladekkjum sem á Færeysku heita píkudekk. Ég er ekki að skilja allt sem fer fram á þessum slóðum.Þakka bræðrum fyrir alla þá góðvild sem mér hefur verið sýnd hér á mínum bræðraslóðum.
Fjandans landinn sem er stimplaður terró. Enda varla til í taka upp budduna fyrir fyrir einni mjólk hér í Færeyjum 11 krónur markvaldað með 23 er ekki allt í lagi á Íslandi eða hvað?????
Hlakka samt til að koma heim.