Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Ég vil þakka þér Íslenska kona.

 Æskan reyndist oft erfitt og það er vissulega reynsla sem færir okkur þroska

á einhvern hátt þó sár sé.

Pabbi veiktist alvarlega, hann var sendur á spítalann mikið veikur og var þar

 næstu 12 árin. . Nú varð mamma að vinna meir en áður með þrjár

ungar dætur.  Ekki var hægt að sækja í bótakerfið var ekki til staðar á hennar tíma.

Að setja sig á bæinn eins og það var kallað. Stolt hennar  leyfði það ekki.

Nú fórum við að finna fyrir verulegum skorti.

Það var ekki kjöt á sunnudögum eins og verið hafði áður. Anna Ragna  á Vesturhúsum

 Fiskur alla daga vikuna  og ég man að ég passaði upp á að ná í siginn fisk

út á snúrustaur á laugardögum svo engin sæi að við borðuðum fisk líka

á sunnudögum.Börn eru dugleg að fela ástandið fyrir umhverfinu sama hvað það er.

Nú voru erfiðir tímar í vændum og við reyndum að hjálpa til að bestu getu.

Nú var alltaf kalt þegar við komum úr skólanum og mamma vann myrkranna á milli

Ég vil þakka þér elsku mamma fyrir þína þrautseigu og vilja einan að vopni.

Takk.


Hvert fara SÓKNARgjöldin sem við borgum sundur.

Hvert renna sóknargjöld?

Getum við verið viss um að okkar Peningar fari á réttan stað ? Er þeir peningar sundurliðaðir

Þjóðkirkjusöfnuðir, skráð trúfélög samkvæmt lögum um trúfélög nr. 18/1975 (sjá nú lög um skráð trúfélög nr. 108/1999) og

Háskólasjóður skulu eiga ákveðna hlutdeild í tekjuskatti samkvæmt ákvæðum laga um tekjuskatt og eignarskatt nr. 75/1981,

með síðari breytingum.

Þessi fjárhæð - sóknargjald - reiknast fyrir hvern þann sem orðinn er 16 ára 31. desember árið áður en gjaldár hefst.

1. Gjald einstaklings, sem skráður er í þjóðkirkjuna, rennur til þess safnaðar sem hann tilheyrir.

2. Gjald einstaklings, sem tilheyrir skráðu trúfélagi, rennur til hlutaðeigandi trúfélags.

3. Gjald einstaklings, sem hvorki er í þjóðkirkjunni né skráðu trúfélagi, rennur til Háskóla Íslands.

Gjaldið miðast við skráningu í þjóðskrá 1. desember árið áður en gjaldár hefst og skiptist þannig:

Frekari skýringar er að finna í lögum um sóknargjöld o.fl. nr. 91/1987.


Nú stöndum við upp og viljum uppgjör.

Þjóð sem borgar hæðstu vexti í heimi.Þjóð sem verður að hafa verðtryggð lán.Þjóð sem ekki treyst til að borga sínar skuldir. Þjóð sem allir vissu að krónan var ekki tryggÞjóð sem varð að láta vini og ættingja   skrifa upp á  lán til að tryggja að bankinn fengi sitt.Þjóð sem hefur bankaleynd.Þjóð sem er í greypum bankanna.Þjóð sem á ekkert heimili lengur því það eiga bankarnir. Þjóð sem  báðir foreldrar vinna úti til að ná endum saman. þjóð sem hefur unnið hvað lengstan vinnudag.Þjóð sem á ónýtan gjaldmiðill eða ofnýttan .Þjóð sem afnam verðtryggingu launa með einu pennastriki.Þjóð sem gat ekki  lifað á dagvinnu einni saman.Þjóð sem er svo lítill að hún verður að hafa sendiráð út um allan heim.Þjóð sem embætti bruðlar með peninga þjóðarinnar.Þjóð sem gaf nokkrum útvöldum kvótann.Þjóð sem má þola vinavæðingu.Þjóð sem verður að hafa háskóla út um allar sveitir.Þjóð sem getur ekki nýtt sér sína menntunnar vegna vinarvæðingu.Þjóð sem gat ekki fengið fyrirgreiðslu nema að þekkja mann í einhverju embætti. Þjóð sem er hunsuð þegar ráðamenn eru spurðir. Þjóð sem miljónir hverfa og þú kæra þjóð borgar.Þjóð sem torfbæjar löginn eru enn í gildi.Þjóð  sem hefur alla þessa þingmenn. Góðærið er búið hjá stjórnmálamönnum. En nú stöndum við upp og viljum  uppgjör. 

Takk

 

DSC02950Frábært hérna í Færeyjum keyrum um á verðardekkjum ekki á nagladekkjum sem á Færeysku heita píkudekk. Ég er ekki að skilja allt sem fer fram á þessum slóðum.Þakka  bræðrum fyrir alla þá góðvild sem mér hefur verið sýnd hér á mínum bræðraslóðum.

 Fjandans landinn sem er stimplaður terró. Enda varla til í taka upp budduna fyrir fyrir einni mjólk hér í Færeyjum 11 krónur markvaldað með 23 er ekki allt í lagi á Íslandi eða hvað?????

Hlakka samt til að koma heim.


Gullið sem hvarf.

 Það var, ekki fyrir alls löngu, á  eyju úti í hafi.

Að  stór hópur bankaræningja komu inn í ekki bara einn banka, heldur alla banka og öll útibú eyjunnar. Allir afgreiðslukassar, peningaskápar og vörsluhólf voru tæmd.  miljarðar á hverjum mánuði  og hvað var gert EKKERT!!!! Enginn náðist þeir létu sig hverfa frá eyjunni og eyjaskeggjar leituðu á náðir annar þjóða sem höfðu staðið vörð um gull sinnar þjóða.

Áttu ekki þessir eyjaskeggjar menn sem var búið að kjósa. Vörslumenn í salinn stóra til að gæta gullsins þeirra ???Devil


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband