Mamma og pabbi er ég A-bekkur eða B-bekkur.
Laugardagur, 28.2.2009
Ég fór aldrei í stubbadeild mamma gerði tilraun en ég grenjaði svo á endanum eftir nokkrar tilraunir gafst mamma upp.Ég vissi eflaust að það óréttlæti sem var í mínu litla samfélagi var á rökum reyst þó lítil sál væri. Í B-bekk með þig það byggðist allt á þínum hraðlestri hvar þú lentir. Hvar sem þínir hæfileikar voru ? Það sýnir hvað þetta kerfi gerði fyrir litlar sáli, það má segja að þessi litlu börn voru tröðkuð niður í skítinn með því að fá á sig B stimpill. . Sum þeirra eru þar enn. Að berjast við að fá viðurkenningu eins og við öll þráum að fá,. Mannlegt eða hvað ? Sorglegt og ef ég mætti vera svo óforskömmustuleg vildi ég biðja til guðs að þetta fólk vildi fyrirgefa þessum börnum ! Það ódæði sem það gerði þessum ungu sálum, sem voru að hefja líf sitt í því sakleysi sem þau áttu rétt á.!!!! Sem foreldri spyr ég þig ????Mamma, pabbi,afi og amma. Hvert vildir þú setja barnið þitt? Í !! A eða B flokk ????
Flokkur: Menntun og skóli | Facebook
Athugasemdir
Heilshugar sammála þér, Anna! Þessi flokkun barna var og er grimm og heimskuleg. Í mínum fyrsta skóla. Austurbæjarskóla, var A B C flokkunin ekki notuð - en ég kynntist henni seinna. Engum til góðs - mörgum til tjóns.
Hlédís, 28.2.2009 kl. 08:52
Þessi flokkun átti sér ekki stað í mínum barnaskóla, þar sem við vorum ekki nægilega mörg. En flokkun átti sér samt stað, því "gáfnaljósin" voru einfaldlega færð upp um bekk!
Tvær bekkjarsystur mínar voru fljótlega "færðar upp" og þær hafa sagt mér að við það hafi myndast óeðlileg pressa á þær að standa sig. Ekki bara frá kennurum, heldur öllu þorpssamfélaginu.
Svona "gáfnaflokkun" barna er óeðlileg og ómanneskjuleg á hvorn veginn sem er.
Góð færsla Anna Ragna
Sigrún Jónsdóttir, 28.2.2009 kl. 10:49
Tak alveg undir þetta, hér var þetta kallaður tossabekkurinn, og ég var í honum. Af því að ég hafði ekki lært að lesa þegar ég kom í skólann.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.2.2009 kl. 11:31
Sem betur fer eru svona flokkanir ekki í dag, allavega ekki hérna á Seltjarnarnesi. En svona var þetta líka þegar ég var ung, margir voru í tossabekkjum.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 28.2.2009 kl. 11:35
Ég slapp enda alin upp í litlu þorpi. Sem betur fer hafa fjölgreindarkenningar Gardners (minnir mig) verið upp á borði, ekki bara greind þeirra sem eru góðir á bókina.
Rut Sumarliðadóttir, 28.2.2009 kl. 12:29
Í mínu skólaumhverfi var þetta kallað Hraðferð, miðferð og hægferð. Ekki mjög eftirsóknarvert að vera í svokallaðri hægferð en þar sem stór meirihluti var í miðferð þótti heldur ekki svo fínt að vera í hraðferð (þar voru sko nördarnir).
Auðvitað er svona skipting alltaf hættulegt og það þarf að fara mjög varlega í svona dilkadrátt með sálir barna.
Þór Jóhannesson, 28.2.2009 kl. 19:30
Já þannig var það í mínum skóla og margir sem voru í Ö-bekknum eru þekktir í þjóðfélaginu í dag og mætir menn, voru einfaldlega með lesblindu og þá stimplaðir sem tossar.
Ía Jóhannsdóttir, 28.2.2009 kl. 21:00
Fékk þetta í pósti frá þér áðan og var að svara þérer alveg hjartanlega sammála þeim sem hafa tjáð sér á undan mér,þetta er bara mannvonskaHafðu það sem best vinkona
Sigríður Ágústa Þórólfsdóttir, 28.2.2009 kl. 22:53
hjartanlega sammála
Hólmdís Hjartardóttir, 1.3.2009 kl. 01:34
Já flokkunin var grimm og er, því það tíðkast enn að flokka börn þó þau séu í sama bekk, kennarar eiga það til að hygla þeim sem standa sig vel, en hin fá minni athygli.
Kærleik til þín
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 1.3.2009 kl. 20:14
Ég held að mér sé óhætt að segja að þetta sé útdautt fyrirbæri í dag.
Það sem hinsvegar er ekki útdautt er að börn eru alveg jafn misjafnlega tilbúin að takast á við kröfur skólakerfisins.......og oft verða þau börn undir og fá ekki tilhlýðilega kennslu.
Því miður.
Solla Guðjóns, 1.3.2009 kl. 22:16
Sæl Anna mín ég er nokkuð sein að svara þér en ég veit að á Siglufirði voru börn dregin úr almenning í dilka en ég var í skóla Í Ólafsfirði og þar var það ekki gert við vorum öll í einum bekk, alltof mörg þætti glapræði í dag.
Kærleikur til þín Ásgerður
egvania, 6.3.2009 kl. 16:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.