Nú stöndum við upp og viljum uppgjör.
Miðvikudagur, 26.11.2008
Þjóð sem borgar hæðstu vexti í heimi.Þjóð sem verður að hafa verðtryggð lán.Þjóð sem ekki treyst til að borga sínar skuldir. Þjóð sem allir vissu að krónan var ekki tryggÞjóð sem varð að láta vini og ættingja skrifa upp á lán til að tryggja að bankinn fengi sitt.Þjóð sem hefur bankaleynd.Þjóð sem er í greypum bankanna.Þjóð sem á ekkert heimili lengur því það eiga bankarnir. Þjóð sem báðir foreldrar vinna úti til að ná endum saman. þjóð sem hefur unnið hvað lengstan vinnudag.Þjóð sem á ónýtan gjaldmiðill eða ofnýttan .Þjóð sem afnam verðtryggingu launa með einu pennastriki.Þjóð sem gat ekki lifað á dagvinnu einni saman.Þjóð sem er svo lítill að hún verður að hafa sendiráð út um allan heim.Þjóð sem embætti bruðlar með peninga þjóðarinnar.Þjóð sem gaf nokkrum útvöldum kvótann.Þjóð sem má þola vinavæðingu.Þjóð sem verður að hafa háskóla út um allar sveitir.Þjóð sem getur ekki nýtt sér sína menntunnar vegna vinarvæðingu.Þjóð sem gat ekki fengið fyrirgreiðslu nema að þekkja mann í einhverju embætti. Þjóð sem er hunsuð þegar ráðamenn eru spurðir. Þjóð sem miljónir hverfa og þú kæra þjóð borgar.Þjóð sem torfbæjar löginn eru enn í gildi.Þjóð sem hefur alla þessa þingmenn. Góðærið er búið hjá stjórnmálamönnum. En nú stöndum við upp og viljum uppgjör.
Athugasemdir
Anna Ragna eigum við að flytja til Færeyja?
Hólmdís Hjartardóttir, 26.11.2008 kl. 11:20
Anna Ragna, hvernig voru torfbæjarlögin? Hvað áttu við með því?
Allt hitt skildi ég og það er hárrétt. Sérstaklega fannst mér þetta gott hjá þér um háskólana og vinavæðinguna, og litlu þjóðina og sendiráðin.
Greta Björg Úlfsdóttir, 26.11.2008 kl. 11:30
Ég heyrði reyndar í útvarpi í sumar um kanadískan arkitekt sem hefur stúderað torfbæina okkar og segir að við vanmetum þá stórlega sem byggingar og híbýli. Þeir hafi verið hlýjar og notalegar vistarverur. Í raun og veru hafi þeir verið frábær byggingartækni og mjög góð híbýli þegar best lét. Byggingarefnið náttúrulegt, ódýrt og við höndina að mestu. Hins vegar léleg híbýli ef þeim var illa við haldið, því þetta voru híbýli sem þurftu stöðugt viðhald.
Þannig að við Íslendingar ættum að hefja torfbæina til þess vegs og virðingar sem þeim ber, í stað þess að tala um þá af fyrirlitningu sem moldarkofa og fleira í þeim dúr.
Greta Björg Úlfsdóttir, 26.11.2008 kl. 11:36
Þegar alþingismenn fara heim í sauðburða friðið sitt.
Anna Ragna Alexandersdóttir, 26.11.2008 kl. 11:37
Ég ber mikla virðingu fyrir sögu og búveru okkar forfeðra.
Við eru jú afkomendur þeirra.
Anna Ragna Alexandersdóttir, 26.11.2008 kl. 11:41
Jabb við viljum uppgjör.
Jenný Anna Baldursdóttir, 26.11.2008 kl. 14:32
Engin spurning viljum breytingar og þær miklar, veit bara ekki hverjir eiga að taka við, ansi hrædd um að það verði sami skíturinn.
Knús til þín
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.11.2008 kl. 14:51
Dustum rykið að gömlum tillögum Vilmundar heitins Gylfasonar og stokkum upp stjórnsýslukerfið og þingræðið.
Rannveig H, 26.11.2008 kl. 17:38
Þú segir nokkuð, Rannveig - við þurfum samkvæmt þessu ekki að finna upp hjólið til að ástandið verði betra?
Greta Björg Úlfsdóttir, 26.11.2008 kl. 17:42
Hjólið er löngu fundið upp ! Það þarf bara að fara að snúa því.
Anna Ragna Alexandersdóttir, 26.11.2008 kl. 20:17
Það verður náttúrulega að breita þessu rugli og það strax. Kærleikur til þín
Kristín Gunnarsdóttir, 27.11.2008 kl. 11:53
Góð færsla takk Anna Ragna.
Kristín Katla Árnadóttir, 27.11.2008 kl. 16:51
Ég er að spá hvað hjálpar að fá hjálp í 4 máuði, er atvinnuleisi bara í 4 máuði spyr sá sem ekki veitEn ráðamenn virðast vita þetta það er eins gott að það standistKveðja og knús Óla
Ólöf Karlsdóttir, 28.11.2008 kl. 01:13
Þetta reddast.
Góða helgi og munið að það eruð þið sem skipta máli.
Anna Ragna Alexandersdóttir, 28.11.2008 kl. 04:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.