Hótel Vesen.
Þriðjudagur, 9.9.2008
Það var sól og blíða þennan morgun er við löbbuðum út af Hótel Vesen, en það hótel heitir Versten,en eftir þennan atburð var það skírt Hótel Vesen.
Við löbbuðum upp á Vesterbrogade þar vissum við af Íslenskri stelpu sem var að vinna á veitingastað, hún var ekki komin til vinnu.
Sumar stelpurnar fóru í Kristaníu en við hinar vorum lítið fyrir hippamenninguna þó við værum meðvitaðar um okkar umhverfi. Ekki vorum við með áhyggjur af ástandinu og við deildum þeim litla pening sem til var í brauð og drykki.
Við hittum Íslensku stelpuna seinna um daginn, hún bauð okkur að gista hjá sér þar til við værum búnar að fá vinnu.Við komum seint um kvöld til hennar. Herbergið var í gömlu húsi í en herbergið var vistlegt. Ekki vorum við þreyttari en það að við ætluðum aftur í bæinn til að skemmta okkur,settum upp andlitin, og héldum af stað.Við þurftum jú ekki að vakna morgunn eftir bara að hafa gaman af lífinu og það gerðum við.Við skemmtum okkur konunglega eins og við gerðum alltaf. Þegar í herbergið var komið seint um nótt, var ekki vitað hvar við áttum að koma okkur fyrir um nóttina ég var heppin fékk að sofa í sófanum en aðrar sváfu á gólfinu og undir morgun vakna ég við skaðræðis öskur,þá höfðu það þær sem sváfu á gólfinu höfðu fengið silfurskottur upp í eyrun.Þegar við fórum að kanna málið betur var allt morandi í silfurskottum í húsinu.Við eyddum deigunum að rífa teppin út en undir þeim voru gömul dagblöð.Eftir þetta voru öryggis ráðstafanir notaðar við sváfum í öllum fötum og bómull í eyrun. Málið leist. Það var skelfilegt þegar ljósin voru kveikt, þá sáum við gáfa silfrið allstaðar.Við sættum okkur bara við ástandið það var ekki í önnur hús að venda.
Athugasemdir
þetta er bara famhaldssaga.............bíð spennt eftir kafla 3
Hólmdís Hjartardóttir, 9.9.2008 kl. 10:10
Segi eins og Hólmdís hér fyrir ofan.......bíð spennt eftir kafla 3
gaman að þessu
Svanhildur Karlsdóttir, 9.9.2008 kl. 10:37
Ojjj... pöddur. En ég segi eins og þær fyrir ofan...
Bíð spennt eftir meiru.
Hulla Dan, 9.9.2008 kl. 11:06
oj oj ojjjj. Og hvað svo?
Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 11:48
Úff! og hvað svo? hehee..
Ía Jóhannsdóttir, 9.9.2008 kl. 11:55
Ég fæ nú bara hroll og gæsahúð um allan kroppinn hataaaaa silfurskottur já og bara pöddur yfir höfuð.
Gaman að lesa meira takk
Sporðdrekinn, 9.9.2008 kl. 15:55
Oj hata þessi kvikindi,en hvað um það svaf til kl 11 í morgun
er vel hvíld núna og sakna Dísu minnar
Kveðja gamlahróið í vikinni
Ólöf Karlsdóttir, 9.9.2008 kl. 16:24
OJJ áfram með söguna.
Hafðu það gott elskan
Kristín Katla Árnadóttir, 9.9.2008 kl. 17:41
Oj bara silfurskottur, hef einu sinni búið í húsi með þeim ófögnuði.
Áfram með smérið.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 9.9.2008 kl. 17:53
Ég segi bara líka ójjj silfurskottur,var í verbúð þar sem þær voru líka til húsa...skemmtileg saga bíð spennt eftir framhaldinu
Guðný Einarsdóttir, 9.9.2008 kl. 18:07
Auj silfurskottur. En ekki er að spyrja af íslendingum að minnsta kosti í þá daga. Þeir hjálpuðu öðrum íslendingum erlendis. Sjálf gisti ég hjá ungum íslenskum hjónum í Edinborg þegar ég missti mína vinnu snögglega. Það var önnur stúlka mætt á svæðið en ég var auair og höfðu hjónin skrifað þessari stúlku og héldu að hún kæmi ekki. Þegar ég réð mig til þeirra var ég stödd í Edinborg.
Gaman af sögunni þinni.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 9.9.2008 kl. 19:59
...og hvað svo? ..góð saga og framhald, eða hvað?
Haraldur Bjarnason, 10.9.2008 kl. 02:12
OH silfurskottur, þekki þann viðbjóð. Áfram með þessa skemtilegu sögu
Kristín Gunnarsdóttir, 10.9.2008 kl. 07:39
Bíð eftir framhaldi.
Jenný Anna Baldursdóttir, 10.9.2008 kl. 13:29
oj skordýr í eyrunum,bíð eins og hinir
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 10.9.2008 kl. 15:00
Æ elsku Anna Ragna mín, vertu nú góð við smælingjana, þig þekkjandi hefurðu nú fætt þær vel, heheheehhe.. Bleh, þvílíkur vibbi. Þekki þær horngrýtis púturnar. Með beztu kveðju.
Bumba, 10.9.2008 kl. 22:14
skemmtileg framhaldsaga, mér er nú ekki það illa við silfurskottur en ojjj maður vill nú ekki hafa þær í eyrunum. Vonandi fær maður að heyra meira.
Júlía Tan (IP-tala skráð) 10.9.2008 kl. 22:25
Framhaldið kemur seinna er að byrja í mikilli vinnu törn en kem með kafla 3 fljótlega.Ef þið ekki öll yfir lögaldri ??
Ef ykkur vantar stílista er ég tilbúin að hjálpa ykkur með að raða saman fötum og kenna ykkur hvað fer ykkur berst , litgreina ykkur á bloggvinagjaldi.
8421014
Anna Ragna Alexandersdóttir, 10.9.2008 kl. 22:52
Láttu það koma! Við þolum það
Sporðdrekinn, 11.9.2008 kl. 00:51
KLUKK
Hólmdís Hjartardóttir, 11.9.2008 kl. 01:09
Bjakkkkk,,,,,,,,,,,,,bíð spennt
Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 11.9.2008 kl. 22:24
Bara að kvitta hjá þér láta vita að ég skoða hjá þér kveðja
Ólöf Karlsdóttir, 12.9.2008 kl. 21:06
Anna þakka þér fyrir póstinn þetta passar allt.
Silfurskotturnar eru hvimleiðar í kynntist þessum kvikindum á Reykjalundi þær voru um allt upp á náttborðum jafnt sem á gólfinu.
Kærleiks kveðja Ásgerður
egvania, 13.9.2008 kl. 16:38
Góða helgi.
Kristín Katla Árnadóttir, 13.9.2008 kl. 18:00
ef eitthvað fær mig til að hoppa eru það SILFURSKOTTUR! ég er ekkert smáhrædd við þessi kvikindi sem eru sannarlega ekki mjög hættuleg hehehehe
Knús
Guðrún Jóhannesdóttir, 13.9.2008 kl. 22:51
Ólöf Karlsdóttir, 18.9.2008 kl. 23:56
Anna Ragna mín bloggið þitt er orðið eldgamaltKveðja gamlan
Ólöf Karlsdóttir, 19.9.2008 kl. 23:42
Úff þetta hefur verið ferleg upplifun.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.9.2008 kl. 15:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.