Þegar amma var ung.
Mánudagur, 8.9.2008
Það var árið 1972 að farið var til Köben.
Ég fékk vinnu á Hótel Hebron sem er í miðri Kaupmannahöfn þar sem nokkrar Íslenskar stelpur voru að vinna.Við skemmtum okkur vel . Það voru líka Íslenskar stelpur að vinna á Vesen Hóteli Fórum að heimsækja þær einn föstudag og sáum að herbergin voru miklu betri var ákváðum að a.t.h með vinnu. Við vorum Íslenskar duglegar til vinnu og ráðnar á staðnum.Við fluttum allt dótið yfir götuna en Vesen Hótelið var hinu megin við götuna.Og nú átti að halda upp á aðseturskiptinn, Puntuðum okkur upp allur hópurinn líka stelpurnar á Vesen svo var haldið af stað til að fagna En landinn var ekki lengi í Paradís við mættum ekki til vinnu á réttum tima sváfum yfir okkur þennan fyrsta vinnudag. Olefrúin kom arfa vitlaus inn í herbergið til okkar um klukkan níu um morgunin, öskraði á okkur (pípp orð )alla Íslendingar úð.Þar með vorum við komnar á götuna eina ferðina enn.Nú voru góð ráð dýr okkur vantaði pening, húsnæði og vinnu.
Athugasemdir
áfram með söguna
Hólmdís Hjartardóttir, 8.9.2008 kl. 13:12
Elska svona sögur. Hlakka til að heyra framhaldið
Hulla Dan, 8.9.2008 kl. 13:21
Hlakka til að heyra meir spennandi saga.
Kristín Katla Árnadóttir, 8.9.2008 kl. 13:25
Hlakka til að heyra hvað varð um ykkur, altaf gaman af svona sögum
Kristín Gunnarsdóttir, 8.9.2008 kl. 14:07
Hvað svo?? (alveg að springa úr forvitni )
Jón Ingi (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 14:32
Velkomin í hópinn minn Anna Ragna, verður gaman að fá endann á sögunni.
Knús kveðjur
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.9.2008 kl. 15:58
Æ nei! og hvað svo?....
Sporðdrekinn, 8.9.2008 kl. 15:58
Áfram Hótel Vesen ? ótrúlegt nafn.
Hólmdís Hjartardóttir, 8.9.2008 kl. 16:29
Æ Semsagt eintómt vesen. Hlakka til að lesa meira.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 8.9.2008 kl. 16:34
Spennandi, þið hafið nú örugglega reddað ykkur, gerum við Íslendingar það ekki alltaf???
Lilja G. Bolladóttir, 8.9.2008 kl. 19:59
Framhald Anna Ragna.
Anna Ragna varstu á Siglufirði þegar þú varst smá stelpa ég átti vinkonu sem ber sama nafn og þú.
Kveðja Ásgerður
egvania, 8.9.2008 kl. 22:35
það er allt gott að frétta af mér ég bý á Flateyri núna og er að læra sjúkraliða í mentaskólonum á ísafirði
Guðmunda (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 22:51
Hlakka til að heyra framhaldið .Var að vinna alla helgina og er bara þreitt núna kveðja gamlan úr víkinni
Ólöf Karlsdóttir, 8.9.2008 kl. 22:54
Ásgerður passar var á Sigló þegar ég var lítil og átti vinkonu sem ber sama nafn og ég.
Takk elskurnar mína fyrir innlitið.
Anna Ragna Alexandersdóttir, 8.9.2008 kl. 23:10
þú hefur aldrei sagt mér þessa sögu mamma, gaman að lesa hana og endilega halltu áfram
Júlía Tan (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 23:41
Góðan daginn. Bíð spennt eftir framhaldi.
Ía Jóhannsdóttir, 9.9.2008 kl. 06:45
Júlia hún lumar á þessu, nú viljum við meira og meira.
Rannveig H, 9.9.2008 kl. 08:12
Oldefruen rak mig líka á Hebron árið 1969. Hehe.
Jenný Anna Baldursdóttir, 10.9.2008 kl. 13:31
Ó, var of fljót, voruð þið reknar af West End? Hahahaha.
Jenný Anna Baldursdóttir, 10.9.2008 kl. 13:32
Já
Anna Ragna Alexandersdóttir, 11.9.2008 kl. 13:02
hæ hæ þetta er frábær saga hlakka til að heira meir.
við verðum endilega að hittast þegar ég kem næst í bæinn
Guðmunda (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 16:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.