Davið hættu nú !

 

Það er með ólíkindum að opinber starfsmaður Davíð Oddson geti komið fram í fjölmiðlum og látið þau orð falla að íbúðaverð eigi eftir að lækka um 30% á næstu tveim árum.

Davíð er þinn tími ekki komin til að hætta ??????????

Og láta þá sem hafa lært fagið komast að. Umhverfið hefur breist bara svo þú vitir það.

Hvað liggur að baki ?

 Er það virkilegt að Í búðarsjóður verði lagður niður og að bankarnir komi til með að stjórna  öllu peningaflæðinu inn á íbúðarlánin og  að þeir komi til með að stjórna öllu peningaflæðinu inn á þann markað ?

Í hvaða skömmtunarstefnu erum við að koma okkur ? Og hver  græðir ?

Bankarnir. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Vá hvað ég er sammála þér.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 11.4.2008 kl. 14:56

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Sammála

Hólmdís Hjartardóttir, 11.4.2008 kl. 14:57

3 identicon

Góður punktur og þarfur, Davíð er ekki á réttum stað. Það er stórmerkilegt hvað ríkið, bankar og aðrar fjármálastofnanir láta almenning borga brúsann alltaf, maður er gersamlega kominn með upp í kok af þessum töppum.

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 21:41

4 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Sammála.

Davíð á að hætta. Það er engum hollt að sitja of lengi á valdastólum.

Greta Björg Úlfsdóttir, 12.4.2008 kl. 11:59

5 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Takk fyrir að vilja vera bloggvinur minn.

Ég er búin að vera í smá lægð með bloggið, hef líka haft ýmislegt annað um að hugsa, vonandi fer ég að fyllast blogg aftur!

Greta Björg Úlfsdóttir, 12.4.2008 kl. 12:02

6 Smámynd: Beturvitringur

Eins og dæmin sanna, er stórhættulegt að "tala" málefni upp eða niður. Það nefnilega rætist!

Þarf ekki að vera annað en þú segir við sjálfan þig:  "Þetta verður örugglega ömurlegur dagur" - Hversu miklar líkur verða þá á því að allt leiki í lyndi þann daginn?

Beturvitringur, 14.4.2008 kl. 15:20

7 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Sammála kæra Anna.

Kær kveðja

Kristín Katla Árnadóttir, 14.4.2008 kl. 19:52

8 Smámynd: Skarfurinn

Þegar bankarnir ruddust inn á markaðinn og fóru í samkeppni við íbúðalánasjóð þá buðu þeir lægri vexti og hærra lánshlutfall sam var af hinu góða eins langt og það nær. En fljótlega sá maður í gegnum "góðmennskuna" og nú hafa þeir snarhækkað sína vexti eins og marga grunaði, og ef íbúðalánasjóður verður lagður niður þá munu bankarnir sitja einir að þessum lánum og hækka enn vextina öllum til tjóns.

Já grimmd og gremja Davíðs út í bankana er með eindæmum og manninn skortir alla greind  og hæfileika til að taka á þessum vandamálum, í raun beitir hann bara einu ráði þ.e.a.s. að hækka stýrivextina og hefur sett heimsmet þar, sem er vafasamur heiður að bera.   

Skarfurinn, 15.4.2008 kl. 10:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband