Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
Sársauki í keiku !!
Fimmtudagur, 19.2.2009
Sunnudagur í keilu. eða hvað ? Ég labbaði inn í Keiluhöllina létt í skapi og hlakkaði til að fara að spila keilu og borða góðan mat með vinnufélögum mínum.Nokkrir vinnufélagar voru komnir og það var gaman að sjá þá.Við vissum að það var skemmtilegur tímar framundan hjá okkur.Ég skráði mig á braut en var algjör viðvaningur hafði aðeins einu sinni farið í keilu áður en allt má læra og hugur minn var fullur áhuga.Þetta gekk sæmilega hjá mér en þetta var svo gaman að ég hugsaði með mér að fara oftar í þennan leik,þegar óhappið skeði keilubandið stíflaðist og þegar keilukúlurnar hlóðust inn.Ég stóð þar sem þær koma inn og var á spjalli við einn vinnufélaga minn, þegar ein kúlan fer upp úr raufinni og skellur niður á tærnar á mér. Hræðilegum sársauka.Ekki gat ég spilað meir, en sat og horfði á það sem eftir var leiks.Eftir leikinn fórum við að borða og alltaf sat ég með verk í kjálkanum við að bíta á jaxlinn vildi ekki skemma skemmtunina fyrir hinum.Maðurinn minn elskulegi kom og sótti mig er heim var komið var verkurinn farinn að aukast all verulega og ekki svaf ég mikið um nóttin fyrir þrýsting í tásonum mínum, endaði það með því að ég þoldi ekki lengur við og en var minn yndislegi ökumaður til staðar og á Bráðavaktina var haldið.Vildi bara láta tappa út blóðinu því þrýstingurinn var mér óþolandi. Dásamlegur læknir skoðaði mig sendi mig í myndatöku og þegar niður var komið kallaði hann mig inn til sín, þar sá ég tærnar mínar í maski á mynd. Ekki var hægt að tappa út vegna sýkingahættu svo það var bara að reyna að þrauka og það er ég að gera í dag.
Tan fæddist í dag
Þriðjudagur, 3.6.2008
Stúlka komin 18 merkur fædd 3 jún kl 11.20 Næstum tilbúin að labba.
þakka fyrir að fá þessa yndislegu stúlku inn í líf mitt.
Þakklát fyrir að fá að sjá hana áður en ég fer til Singapore en þangað höldum við á morgnum.Svo núna er ég orðin amma.