Sársauki í keiku !!

Sunnudagur í keilu. blóm sunnudagur  eða hvað ? Ég labbaði inn í Keiluhöllina létt í skapi og hlakkaði til að fara að spila keilu og borða góðan mat með vinnufélögum mínum.Nokkrir vinnufélagar voru komnir og það var gaman að sjá þá.Við vissum að það var skemmtilegur tímar  framundan  hjá okkur.Ég skráði mig á braut   en var algjör viðvaningur hafði aðeins einu sinni farið í keilu áður en allt má læra og hugur  minn var fullur áhuga.Þetta gekk sæmilega hjá mér en þetta var svo gaman að ég hugsaði með mér að fara oftar í þennan leik,þegar óhappið skeði keilubandið stíflaðist og þegar keilukúlurnar hlóðust inn.Ég stóð  þar sem þær koma inn og var á spjalli við einn vinnufélaga minn, þegar ein kúlan fer upp úr raufinni  og skellur niður á tærnar á mér. Hræðilegum sársauka.Ekki gat ég spilað meir, en sat og horfði á það sem eftir var leiks.Eftir leikinn fórum við að borða og alltaf sat ég með verk í kjálkanum við að bíta á jaxlinn vildi ekki skemma skemmtunina fyrir hinum.Maðurinn minn elskulegi kom og sótti mig er heim var komið var verkurinn farinn að aukast  all  verulega og ekki svaf ég mikið um nóttin fyrir þrýsting í tásonum  mínum, endaði það með því að ég þoldi ekki lengur við og en var minn yndislegi ökumaður til staðar og á Bráðavaktina var haldið.Vildi bara láta tappa út blóðinu því þrýstingurinn var mér óþolandi. Dásamlegur læknir  skoðaði mig sendi mig í myndatöku og þegar niður var komið kallaði hann mig inn til sín, þar sá ég tærnar mínar í maski á mynd. Ekki var hægt að tappa út  vegna  sýkingahættu svo það var bara að reyna að þrauka og það er ég að gera í dag. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

VÁ !!! Alveg hreint óhugnanleg lýsing á því sem átti að vera hugguleg vinnufélagastund. - Hvernig líður þér í dag kæra bloggvinkona? - Hvaða tá/tær voru þetta? - Þú getur heldur betur átt lengi í þessu? - Veistu eitthvað um það strax hvernig þetta ferli verður? - Ég vona bara að þér líði vel miðað við aðstæður, en ég get alveg ímyndað mér kvalirnar, sem þú þarft að líða. -

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 19.2.2009 kl. 17:09

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

æ rófan mín......þetta getur tekið tíma!

Gangi þér vel vinkona

Hólmdís Hjartardóttir, 19.2.2009 kl. 17:32

3 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Anna min, farðu vel með þig, þetta er ekki gott. Batakveðjur

Kristín Gunnarsdóttir, 19.2.2009 kl. 17:42

4 Smámynd: Sigríður  Ágústa Þórólfsdóttir

Elsku vinan þetta er skuggalegt vá,vonandi fara verkirnir minnkandi ljúfan mín,hef þig í bænum mínumkærleiksknús á þig

Sigríður Ágústa Þórólfsdóttir, 19.2.2009 kl. 17:53

5 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Takk fyrir hugulsemi ykkar.

 Líðan er sæmileg en ég á erfitt með mig. kann ekki að vera góð við       mig.

Nokkuð sem væri hægt að fara vinna í.

En tá tvö og þrjú kippa mér til hlýðni.

kærleiksknús til ykkar elsku bloggvinkonur gott að vita af ykkur.

Anna Ragna Alexandersdóttir, 19.2.2009 kl. 19:10

6 Smámynd: Hlédís

Ansans óheppni - Þú vinnur í að vera góð við þig - og vonandi gerir heimilisfólk það líka  

Hlédís, 19.2.2009 kl. 20:46

7 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Þau gera það Hlédis mín,það er verra með mig.

Anna Ragna Alexandersdóttir, 19.2.2009 kl. 20:51

8 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Æ ég finn til þegar ég les þetta. Þetta hefur eflaust verið mjög sárt. Vonandi er þér faið að batna.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 19.2.2009 kl. 21:12

9 Smámynd: Guðrún Pálína Karlsdóttir

Æi það er varla hægt að vera óheppnari mín kær

Ó ég finn til með þér ái

Og vertu góð við þig haha

Sársauka kveðjur

Guðrún Pálína Karlsdóttir, 19.2.2009 kl. 21:48

10 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Æó ekki gott það ,linar ekki klaki svolítið verkinn ,en ekki of lengi samt .En held að það lagi aðeins .

Kveðju knús til þín ,Óla

Ólöf Karlsdóttir, 19.2.2009 kl. 23:08

11 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Æi, þetta var ekki gott.  Farðu vel með þig Anna mín, það margborgar sig

Sigrún Jónsdóttir, 20.2.2009 kl. 00:18

12 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

ÆÆ aumingja þú.  Er málið ekki bara að leggjast upp í sófa með tærnar upp í loft í 1-2 daga og láta stjana við sig? 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 20.2.2009 kl. 00:38

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Anna Ragna mín þetta er hræðilegt að heyra.  Vonandi batnar þér fljótt og vel.  Í hvaða rétti ertu gagnvart keiluhöllinni og tryggingunum ?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.2.2009 kl. 11:26

14 Smámynd: Sigríður  Ágústa Þórólfsdóttir

Góðan bata um helgina ljúfan mín

Sigríður Ágústa Þórólfsdóttir, 20.2.2009 kl. 15:33

15 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

 Knúsý knús ,Óla

Ólöf Karlsdóttir, 20.2.2009 kl. 23:27

16 Smámynd: Guðný Einarsdóttir

Láttu þér batna kelli mín,og mundu bara að fara vel með þig og táslurnar þínar

Guðný Einarsdóttir, 20.2.2009 kl. 23:56

17 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Æj - ég get rétt ímyndað mér sársaukann!!

Hrönn Sigurðardóttir, 21.2.2009 kl. 11:39

18 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Góða nótt Anna Ragna mín Óla

Ólöf Karlsdóttir, 22.2.2009 kl. 00:39

19 Smámynd: Sigríður  Ágústa Þórólfsdóttir

Til hamingju með konudaginn Anna Ragna mín,og áfram góðan bata

Sigríður Ágústa Þórólfsdóttir, 22.2.2009 kl. 14:17

20 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Til hamingju konur

Anna Ragna Alexandersdóttir, 22.2.2009 kl. 23:53

21 Smámynd: egvania

Anna mín þú hefur aldeilis verið óheppin ég vona að þér líði betur en þú verður að fara vel með þig.

Kærleikur þér til handa Ásgerður

egvania, 23.2.2009 kl. 01:12

22 identicon

ÁI!!!

Batakveðjur til þín bloggvinkona.

Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 23.2.2009 kl. 10:51

23 Smámynd: Sigríður  Ágústa Þórólfsdóttir

Takk fyrir kvittin vinkona gott að vita að þetta er að koma hjá þér,farðu samt vel með þig ljúfan

Sigríður Ágústa Þórólfsdóttir, 25.2.2009 kl. 23:27

24 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Þetta var nú meiri óheppnin,en gangi þér vel.

María Anna P Kristjánsdóttir, 26.2.2009 kl. 06:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband