Hvert fara SÓKNARgjöldin sem við borgum sundur.

Hvert renna sóknargjöld?

Getum við verið viss um að okkar Peningar fari á réttan stað ? Er þeir peningar sundurliðaðir

Þjóðkirkjusöfnuðir, skráð trúfélög samkvæmt lögum um trúfélög nr. 18/1975 (sjá nú lög um skráð trúfélög nr. 108/1999) og

Háskólasjóður skulu eiga ákveðna hlutdeild í tekjuskatti samkvæmt ákvæðum laga um tekjuskatt og eignarskatt nr. 75/1981,

með síðari breytingum.

Þessi fjárhæð - sóknargjald - reiknast fyrir hvern þann sem orðinn er 16 ára 31. desember árið áður en gjaldár hefst.

1. Gjald einstaklings, sem skráður er í þjóðkirkjuna, rennur til þess safnaðar sem hann tilheyrir.

2. Gjald einstaklings, sem tilheyrir skráðu trúfélagi, rennur til hlutaðeigandi trúfélags.

3. Gjald einstaklings, sem hvorki er í þjóðkirkjunni né skráðu trúfélagi, rennur til Háskóla Íslands.

Gjaldið miðast við skráningu í þjóðskrá 1. desember árið áður en gjaldár hefst og skiptist þannig:

Frekari skýringar er að finna í lögum um sóknargjöld o.fl. nr. 91/1987.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rannveig H

Ég held að ég fari rétt með að það sé 900 kr sem borgað með hverjum sóknarmeðlimi,það sem rennur til H'I er í sérstökum sjóð og er það alltaf gert opinbert á Háskólavefnum ég held að þessir peningar fari oftast í rannsóknarverkefni. 

Rannveig H, 28.11.2008 kl. 18:15

2 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Ekki halda lengur. Nú er sá tími í okkar sögu runnin upp að við verðum að vita Rannveig mín.

Anna Ragna Alexandersdóttir, 28.11.2008 kl. 18:31

3 Smámynd: Rannveig H

Já veit, en ég vil algjöran aðskilnað ríkis og kirkju. Hver kirkja á að bjarga sér með sínum sóknargjöldum. Veistu hvað Biskupstofa ein og sé fær í fjárlög? Ég vildi vita það.

Rannveig H, 28.11.2008 kl. 20:07

4 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Það væri fróðlegt að vita !

Gætir þú ekki ath það þú sem hefur alla þessa fræðimenn hjá þér ?

Góða nótt Ranva mín.

Anna Ragna Alexandersdóttir, 28.11.2008 kl. 23:58

5 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Anna Ragna, þú getur fengið ýmsar upplýsingar um fjármál kirkjunnar með því að fara inn á kirkjan.is. Til dæmis finnur þú þar öll lög um þjóðkirkjuna, fjármál þar með talið.

Greta Björg Úlfsdóttir, 29.11.2008 kl. 05:43

6 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Takk

Anna Ragna Alexandersdóttir, 29.11.2008 kl. 12:27

7 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Ólöf Karlsdóttir, 29.11.2008 kl. 20:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband